Stólarnir taplausir eftir stórsigur

Bárður Eyþórsson og lærisveinar á Sauðárkróki stefna hraðbyri upp um …
Bárður Eyþórsson og lærisveinar á Sauðárkróki stefna hraðbyri upp um deild. mbl.is/Golli

Tindastóll er óstöðvandi í 1. deild karla í körfubolta en liðið rúllaði upp Vængjum Júpíters með 52 stiga mun, 115:63, þegar liðin mættust í Rimaskóla í gærkvöldi.

Antoine Proctor skoraði 33 stig og Helgi Rafn Viggósson 27 fyrir Stólana sem eru búnir að vinna alla sjö leiki sína í deildinni til þessa

Þórsarar, sem voru taplausir eins og Stólarnir fyrir gærkvöldið, töpuðu sínum fyrsta leik er Höttur sótti sigur í Síðuskóla, 76:75, í spennandi leik.

Frisco Sandidge skoraði 29 stig fyrir Hött og tók tólf fráköst og Austin Magnus Bracey bætti við 26 stigum. Jarrell Crayton var stigahæstur Þórsara með 22 stig.

Nóg var skorað í tvíframlengdum leik ÍA og Breiðabliks á Akranesi í gærkvöldi en gestirnir úr Kópavogi höfðu sigur að lokum, 122:114.

Björn Kristjánsson skoraði 26 stig og tók sex fráköst fyrir Blika en Jamarco Warren bauð upp á enn einn stórleikinn fyrir ÍA og skoraði 42 stig, tók fimm fráköst og gaf tíu stoðsendingar.

Staðan í deildinni: Tindastóll 14, Þór 12, Breiðablik 8, ÍA 8, Höttur 8, Fjölnir 8, FSu 6, Hamar 4, Vængir Júpíters 2, Augnablik 0.

Úrslit og tölfræði gærkvöldsins:

Fjölnir - Augnablik 86:62

Gangur leiksins: 5:7, 17:11, 21:11, 25:15, 31:17, 36:19, 44:24, 49:28, 55:33, 59:38, 63:44, 68:50, 71:52, 78:54, 83:59, 86:62.
Fjölnir: Árni Elmar Hrafnsson 20/4 fráköst, Daron Lee Sims 14/16 fráköst, Ólafur Torfason 9/5 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 8, Garðar Sveinbjörnsson 8, Róbert Sigurðsson 7, Bergþór Ægir Ríkharðsson 7, Emil Þór Jóhannsson 5/5 stoðsendingar, Andri Þór Skúlason 4/12 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 2, Helgi Hrafn Halldórsson 2.
Fráköst: 33 í vörn, 18 í sókn.
Augnablik: Leifur Steinn Árnason 33/20 fráköst/3 varin skot, Birkir Guðlaugsson 11, Kristján T. Friðriksson 7/4 fráköst, Gunnar Ingi Bjarnason 7/8 fráköst, Hákon Már Bjarnason 4/11 fráköst/7 stolnir.
Fráköst: 31 í vörn, 15 í sókn.

Vængir Júpiters - Tindastóll 63:115

Gangur leiksins: 3:10, 9:20, 13:25, 17:28, 22:33, 26:46, 28:52, 30:56, 30:66, 37:75, 43:80, 45:87, 52:91, 53:93, 56:111, 63:115.
Vængir Júpiters: Arthúr Möller 17/4 fráköst, Jón Rúnar Arnarson 14, Árni Þór Jónsson 9, Þorsteinn Sverrisson 8/5 fráköst, Einar Þórmundsson 6, Óskar Hallgrímsson 5, Tómas Daði Bessason 2, Eiríkur Viðar Erlendsson 2.
Fráköst: 10 í vörn, 4 í sókn.
Tindastóll: Antoine Proctor 33/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 27/5 fráköst, Darrell Flake 19/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 12, Helgi Freyr Margeirsson 10, Ingimar Jónsson 4, Ingvi Rafn Ingvarsson 4, Páll Bárðarson 4, Finnbogi Bjarnason 2.
Fráköst: 12 í vörn, 8 í sókn. 

ÍA - Breiðablik 114:124

Gangur leiksins: 5:8, 9:12, 21:18, 26:22, 33:33, 33:33, 37:40, 46:48, 51:56, 63:62, 65:64, 65:68, 69:72, 79:84, 81:88, 92:92, 97:97, 104:102, 106:113, 114:122.
ÍA: Zachary Jamarco Warren 42/5 fráköst/10 stoðsendingar, Áskell Jónsson 23/4 fráköst/7 stoðsendingar, Birkir Guðjónsson 19/6 fráköst, Ómar Örn Helgason 12/4 fráköst, Erlendur Þór Ottesen 8/17 fráköst/3 varin skot, Sigurður Rúnar Sigurðsson 8/6 fráköst, Hilmar Örn Arnórsson 2.
Fráköst: 25 í vörn, 18 í sókn.
Breiðablik: Björn Kristjánsson 27/6 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 26/4 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 17/14 fráköst, Jerry Lewis Hollis 14/11 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 12, Þröstur Kristinsson 12/4 fráköst, Halldór Halldórsson 10/8 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Karl Ævarsson 6/4 fráköst.
Fráköst: 31 í vörn, 17 í sókn.

Þór Ak. - Höttur 75:76

Gangur leiksins: 7:5, 12:8, 18:13, 23:20, 31:24, 35:33, 37:33, 39:43, 47:45, 51:53, 57:60, 61:66, 65:71, 71:71, 72:71, 75:76.
Þór Ak.: Jarrell Crayton 22/5 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 21/4 fráköst/9 stoðsendingar, Sindri Davíðsson 17, Elías Kristjánsson 5, Sigmundur Óli Eiríksson 4, Björn B. Benediktsson 3/7 fráköst, Arnór Jónsson 3.
Fráköst: 20 í vörn, 5 í sókn.
Höttur: Frisco Sandidge 29/12 fráköst, Austin Magnus Bracey 26, Viðar Örn Hafsteinsson 10, Hreinn Gunnar Birgisson 4/5 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2.
Fráköst: 20 í vörn, 6 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert