Stórsigur Tindastóls í Smáranum

Bárður Eyþórsson og lærisveinar á Sauðárkróki stefna hraðbyri upp um …
Bárður Eyþórsson og lærisveinar á Sauðárkróki stefna hraðbyri upp um deild. mbl.is/Golli

Tindastóll ruddi í gærkvöld enn einni hindruninni úr vegi sínum á leiðinni að sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á ný. Sauðkrækingar sóttu Breiðablik heim í Smárann og unnu þar stórsigur, 122:90.

Helgi Rafn Viggósson skoraði 38 stig fyrir Tindastól og Antoine Proctor 30 en Þorsteinn Gunnlaugsson skoraði 25 stig fyrir Breiðablik og Pálmi Geir Jónsson 22.

Tindastóll hefur unnið alla 11 leiki sína og er með sex stiga forskot á Þór frá Akureyri, sem á leik til góða. Eitt lið fer beint uppí úrvalsdeildina en næstu fjögur fara í umspil.

Höttur vann góðan útisigur gegn FSu á Selfossi, 98:94, og ÍA vann Augnablik örugglega, 103:73.

Tindastóll er með 22 stig, Þór Ak. 16, Höttur 14, Fjölnir 14, Breiðablik 10, FSu 10, Hamar 10, ÍA 10, Vængir Júpíters 2 en Augnablik ekkert.

Segja má að átta lið séu í baráttu um að komast í úrvalsdeildina en nokkuð ljóst sé að tvö þau neðstu muni falla í 2. deild í vor.

Tölfræði tveggja leikja er hér fyrir neðan en engin tölfræði barst úr leik Breiðabliks og Tindastóls:

<span><b>FSu - Höttur 94:98</b></span>

Iða, 1. deild karla, 24. janúar 2014.

<strong>Gangur leiksins:</strong>

: 6:7, 13:11, 24:15,

<b>28:18</b>

, 31:31, 38:40, 43:47,

<b>47:53</b>

, 53:55, 61:64, 64:66,

<b>70:68</b>

, 76:74, 83:78, 85:87,

<b>94:98</b>

.

<b>FSu</b>

: Collin Anthony Pryor 40/17 fráköst, Ari Gylfason 18, Svavar Ingi Stefánsson 12/7 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 8/5 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 7/7 stoðsendingar, Birkir Víðisson 4/4 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 3, Arnþór Tryggvason 2.

<b>Fráköst</b>

: 23 í vörn, 11 í sókn.

<b>Höttur</b>

: Gerald Robinson 37/8 fráköst, Austin Magnus Bracey 27/6 fráköst/10 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 11, Hreinn Gunnar Birgisson 10/8 fráköst, Andrés Kristleifsson 6/5 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 4, Viðar Örn Hafsteinsson 3.

<b>Fráköst</b>

: 26 í vörn, 6 í sókn.

<b>Dómarar</b>

: , Sigurbaldur Frímannsson.

<span><b>ÍA - Augnablik 103:73</b></span>

Akranes - Jadarsbakkar, 1. deild karla, 24. janúar 2014.

<strong>Gangur leiksins</strong>

:: 6:7, 11:13, 15:16,

<b>22:21</b>

, 30:28, 34:33, 40:36,

<b>52:36</b>

, 60:42, 66:44, 71:52,

<b>75:54</b>

, 81:59, 89:60, 98:67,

<b>103:73</b>

.

<b>ÍA</b>

: Zachary Jamarco Warren 43/9 fráköst/7 stoðsendingar, Áskell Jónsson 24/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Rúnar Sigurðsson 11/9 fráköst, Birkir Guðlaugsson 9/4 fráköst, Birkir Guðjónsson 8/5 fráköst, Þorleifur Baldvinsson 4/7 fráköst, Jón Rúnar Baldvinsson 2, Trausti Freyr Jónsson 2.

<b>Fráköst</b>

: 35 í vörn, 10 í sókn.

<b>Augnablik</b>

: Jón Orri Kristinsson 22/6 fráköst, Matthías Ásgeirsson 15/4 fráköst, Gylfi Már Geirsson 15/6 fráköst/6 stoðsendingar, Leifur Steinn Árnason 12/6 fráköst, Trausti Már Óskarsson 4, Björgvin Ottósson 2/4 fráköst, Halldór Valgeirsson 2, Oddur Jóhannsson 1.

<b>Fráköst</b>

: 20 í vörn, 8 í sókn.

<b>Dómarar</b>

: Gunnar Þór Andrésson, Hákon Hjartarson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert