Tindastóll hafði fyrir tólfta sigrinum

Pétur Rúnar Birgisson úr Tindastóli sýnir góð varnartilþrif og ver …
Pétur Rúnar Birgisson úr Tindastóli sýnir góð varnartilþrif og ver skot í leiknum við FSu í kvöld. Ljósmynd/Hjalti Árnason

Tindastólsmenn máttu hafa talsvert fyrir því að innbyrða sinn tólfta sigur í jafnmörgum leikjum í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir fengu FSu í heimsókn til Sauðárkróks.

Lokatölur urðu 94:84 og Tindastóll er því áfram með sex stiga forskot á Þór frá Akureyri á toppi deildarinnar en Akureyringarnir eiga leik til góða. Tindastóll er jafnframt kominn í undanúrslit bikarkeppninnar og tekur þar á móti ÍR á mánudagskvöldið.

Þórsarar sluppu fyrir horn þegar þeir fengu Hamar í heimsókn til Akureyrar í kvöld. Hamarsmenn gátu jafnað þegar þeir fengu tvö vítaskot á lokasekúndunni. Fyrra vítið geigaði, það seinna fór ofaní, og Þór slapp með sigurinn, 99:98.

Höttur er í þriðja sæti eftir afar mikilvægan sigur gegn Fjölni á Egilsstöðum, 72:67, en liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn.

Breiðablik vann Augnablik auðveldlega, 109:64, í Kópavogsslag í Kórnum og ÍA var ekki í vandræðum með Vængi Júpíters í Grafarvogi og vann 106:76.

Staðan: Tindastóll 24, Þór Ak. 18, Höttur 16, Fjölnir 14, Breiðablik 12, ÍA 12, Hamar 10, FSu 10, Vængir Júpíters 2, Augnablik 0.

Tölfræði leikjanna - nema ekkert kom úr leik Tindastóls og FSu:

Augnablik - Breiðablik 64:109

Kórinn, 1. deild karla, 31. janúar 2014.

Gangur leiksins:: 6:8, 10:16, 13:29, 20:36, 27:36, 29:39, 34:43, 36:54, 39:60, 41:68, 47:77, 49:84, 51:91, 55:100, 61:103, 64:109.

Augnablik: Leifur Steinn Árnason 14/6 fráköst, Jón Orri Kristinsson 14, Matthías Ásgeirsson 10/4 fráköst, Aðalsteinn Pálsson 9, Gylfi Már Geirsson 8/9 fráköst, Björgvin Ottósson 5, Trausti Már Óskarsson 2, Jón Ágúst Eyjólfsson 2.

Fráköst: 18 í vörn, 10 í sókn.

Breiðablik: Björn Kristjánsson 22/5 stoðsendingar, Jerry Lewis Hollis 17/7 fráköst, Egill Vignisson 15/9 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 11/4 fráköst, Halldór Halldórsson 11, Þorsteinn Gunnlaugsson 10/9 fráköst, Þröstur Kristinsson 9, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Ásgeir Nikulásson 3, Rúnar Pálmarsson 3, Ægir Hreinn Bjarnason 2.

Fráköst: 26 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jón Þór Eyþórsson, Gunnar Þór Andrésson.

Höttur - Fjölnir 72:67

Egilsstaðir, 1. deild karla, 31. janúar 2014.

Gangur leiksins:: 2:5, 13:10, 15:14, 17:17, 20:22, 26:28, 28:34, 34:39, 38:43, 40:45, 52:50, 53:55, 57:57, 61:59, 63:60, 72:67.

Höttur: Austin Magnus Bracey 26/4 fráköst, Gerald Robinson 20/8 fráköst, Andrés Kristleifsson 12/5 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 9, Eysteinn Bjarni Ævarsson 4/10 fráköst, Viðar Örn Hafsteinsson 1.

Fráköst: 22 í vörn, 9 í sókn.

Fjölnir: Róbert Sigurðsson 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Daron Lee Sims 11/15 fráköst, Páll Fannar Helgason 10/4 fráköst, Ólafur Torfason 10/8 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 7/4 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 6/4 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Alexander Þór Hafþórsson 2, Andri Þór Skúlason 2/4 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Steinar Orri Sigurðsson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Þór Ak. - Hamar 99:98

Síðuskóli, 1. deild karla, 31. janúar 2014.

Gangur leiksins:: 9:6, 14:16, 21:22, 25:28, 33:35, 42:41, 44:44, 49:51, 58:59, 60:65, 66:70, 76:74, 82:77, 86:81, 92:88, 99:98.

Þór Ak.: Jarrell Crayton 24/20 fráköst/6 stoðsendingar/6 stolnir/5 varin skot, Ólafur Aron Ingvason 24/9 stoðsendingar, Sindri Davíðsson 16, Sveinn Blöndal 13, Elías Kristjánsson 9, Björn B. Benediktsson 8, Sveinbjörn Skúlason 5.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Hamar: Danero Thomas 39/16 fráköst, Halldór Gunnar Jónsson 16, Bragi Bjarnason 15/4 fráköst, Snorri Þorvaldsson 11, Aron Freyr Eyjólfsson 10/7 fráköst, Stefán Halldórsson 4/5 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Davíð Tómas Tómasson.

Vængir Júpiters - ÍA 76:106

Rimaskóli, 1. deild karla, 31. janúar 2014.

Gangur leiksins:: 5:4, 8:11, 16:16, 20:28, 28:32, 34:40, 36:46, 38:51, 40:59, 46:70, 53:81, 53:85, 62:90, 64:100, 71:102, 76:106.

Vængir Júpiters: Árni Þór Jónsson 16/6 fráköst, Jón Rúnar Arnarson 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Hörður Lárusson 12/6 fráköst, Eysteinn Freyr Júlíusson 12/6 fráköst, Arthúr Möller 8, Bjarki Þórðarson 6/7 stoðsendingar, Eiríkur Viðar Erlendsson 5/4 fráköst, Óskar Hallgrímsson 4.

Fráköst: 17 í vörn, 15 í sókn.

ÍA: Zachary Jamarco Warren 33, Áskell Jónsson 17/9 fráköst/8 stoðsendingar, Birkir Guðjónsson 12, Birkir Guðlaugsson 10/5 fráköst, Ómar Örn Helgason 10, Sigurður Rúnar Sigurðsson 6/12 fráköst, Jón Rúnar Baldvinsson 4, Þorsteinn Helgason 4/4 fráköst, Þorleifur Baldvinsson 4, Trausti Freyr Jónsson 3, Örn Arnarson 3.

Fráköst: 35 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Hákon Hjartarson, Halldor Geir Jensson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert