Þriggja liða slagur um eitt umspilssæti

Þórsarinn Elías Kristjánsson sækir að körfu Tindastóls í leiknum á …
Þórsarinn Elías Kristjánsson sækir að körfu Tindastóls í leiknum á Akureyri í gærkvöld. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Hörð barátta er um síðasta sætið í umspili 1. deildar karla í körfuknattleik en sautjándu og næstsíðustu umferð deildarinnar lauk í gærkvöld. Breiðablik, Hamar og FSu slást um hvert þeirra fylgir Þór frá Akureyri, Hetti og Fjölni í umspilið um eitt sæti.

Þór vann nýkrýnda meistara deildarinnar, Tindastól, 93:88, á Akureyri og heldur öðru sætinu, tveimur stigum á undan Hetti og Fjölni, sem líka fara í umspilið.

Breiðablik vann Vængi Júpíters, 97:79, í Grafarvogi og Höttur vann Augnablik, 115:71, á Egilsstöðum.

FSu þurfti framlengingu til að knýja fram sigur gegn ÍA á Akranesi, 114:113, og heldur því enn í vonina um að komast áfram.

Eftir 17 umferðir er Tindastóll með 30 stig, Þór Akureyri 26, Höttur 24, Fjölnir 24, Breiðablik 18, Hamar 16, FSu 16, ÍA 12, Vængir Júpíters 4 og Augnablik ekkert stig.

Í lokaumferðinni tekur Breiðablik á móti Þór frá Akureyri, FSu fær Vængi Júpíters í heimsókn og Hamar sækir Augnablik heim. Blikar fara áfram, takist þeim að vinna Þór. Að öðrum kosti er Hamar í bestu stöðunni, því ef Breiðablik, Hamar og FSu verða öll jöfn með 18 stig er það Hamar sem nær fimmta sætinu og fer í umspil vegna innbyrðis úrslita gegn hinum tveimur.

Eini möguleiki FSu er hinsvegar að bæði Breiðablik og Hamar tapi sínum leikjum. Þá yrðu Breiðablik og FSu jöfn og FSu færi áfram á betri innbyrðis úrslitum.

Ef Breiðablik tapar verður liðið að treysta á að FSu tapi líka en Blikar fara áfram ef þeir verða jafnir Hamri í 5.-6. sæti.

Zachary Warren var stigahæsti leikmaður kvöldsins en hann skoraði 62 stig fyrir ÍA gegn FSu. Það dugði þó Skagamönnum ekki til sigurs þó litlu hefði munað.

Tölfræði leikjanna fjögurra í gærkvöld var sem hér segir:

Höttur - Augnablik 115:71

Egilsstaðir, 1. deild karla, 07. mars 2014.

Gangur leiksins:: 11:5, 22:12, 29:16, 36:20, 43:29, 45:33, 51:35, 60:37, 71:43, 76:50, 87:55, 97:59, 100:62, 104:66, 110:70, 115:71.

Höttur: Austin Magnus Bracey 22/8 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 21/6 stoðsendingar, Sigmar Hákonarson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 15/6 fráköst, Gerald Robinson 14, Andrés Kristleifsson 14/5 stoðsendingar, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 7, Einar Bjarni Hermannsson 5/5 stoðsendingar, Daði Fannar Sverrisson 2/5 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 5 í sókn.

Augnablik: Jón Orri Kristinsson 34, Leifur Steinn Árnason 19/8 fráköst/6 stoðsendingar, Árni Emil Guðmundsson 16/12 fráköst/3 varin skot, Trausti Már Óskarsson 2.

Fráköst: 15 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Halldor Geir Jensson, Sigurbaldur Frímannsson.

Þór Ak. - Tindastóll 93:88

Síðuskóli, 1. deild karla, 07. mars 2014.

Gangur leiksins:: 6:4, 11:11, 15:15, 20:19, 26:26, 30:28, 35:32, 44:36, 50:46, 54:52, 62:57, 70:67, 76:77, 81:80, 85:84, 93:88.

Þór Ak.: Jarrell Crayton 36/15 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 20/4 fráköst/9 stoðsendingar, Sindri Davíðsson 12/6 fráköst, Sveinn Blöndal 10, Elías Kristjánsson 7/5 stoðsendingar, Sveinbjörn Skúlason 4, Reinis Bigacs 2, Einar Ómar Eyjólfsson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 13 í sókn.

Tindastóll: Darrell Flake 28/5 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 14/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 12, Helgi Rafn Viggósson 12/5 fráköst/8 stoðsendingar, Pétur Rúnar Birgisson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Antoine Proctor 9/5 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 2, Sigurður Páll Stefánsson 2.

Fráköst: 16 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jón Bender, Leifur S. Garðarsson.

Vængir Júpiters - Breiðablik 79:97

Rimaskóli, 1. deild karla, 07. mars 2014.

Gangur leiksins:: 12:11, 12:13, 22:33, 22:33, 27:41, 39:44, 45:59, 47:67, 56:71, 56:71, 56:71, 60:81, 62:83, 64:92, 76:95, 79:97.

Vængir Júpiters: Sindri Már Kárason 20/6 fráköst, Jón Rúnar Arnarson 18/4 fráköst, Brynjar Þór Kristófersson 17/13 fráköst, Árni Þór Jónsson 8, Bjarki Þórðarson 5, Eiríkur Viðar Erlendsson 5, Hörður Lárusson 4/11 fráköst, Arthúr Möller 2.

Fráköst: 27 í vörn, 15 í sókn.

Breiðablik: Jerry Lewis Hollis 21/9 fráköst, Björn Kristjánsson 16, Oddur Rúnar Kristjánsson 13, Halldór Halldórsson 11, Egill Vignisson 11/5 fráköst, Rúnar Pálmarsson 8, Þröstur Kristinsson 8, Þorsteinn Gunnlaugsson 4/8 fráköst, Ægir Hreinn Bjarnason 3, Ásgeir Nikulásson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Hákon Hjartarson.

ÍA - FSu 113:114

Akranes - Jadarsbakkar, 1. deild karla, 07. mars 2014.

Gangur leiksins:: 2:7, 9:15, 15:24, 23:31, 25:34, 30:36, 35:39, 41:46, 51:50, 55:60, 58:71, 66:76, 77:81, 88:83, 94:94, 101:101, 105:110, 113:114.

ÍA: Zachary Jamarco Warren 62/5 fráköst/5 stoðsendingar, Áskell Jónsson 15/7 fráköst/6 stoðsendingar, Dagur Þórisson 10/6 fráköst, Birkir Guðlaugsson 9, Birkir Guðjónsson 8, Ómar Örn Helgason 7/5 fráköst, Sigurður Rúnar Sigurðsson 2.

Fráköst: 19 í vörn, 11 í sókn.

FSu: Ari Gylfason 32/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 18/5 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 18/8 fráköst/6 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 17/14 fráköst, Arnþór Tryggvason 17/10 fráköst, Birkir Víðisson 9/7 fráköst, Geir Elías Úlfur Helgason 3.

Fráköst: 34 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Georg Andersen, Gunnar Þór Andrésson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert