Helena Sverrisdóttir átti enn einn stórleikinn fyrir lið sitt CCC Polkowice í pólsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag þegar liðið lagði Energa Torun, 73:62.
Helena var stigahæst með 21 stig auk þess sem hún tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar en hún spilaði í tæpar 34 mínútur. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur, Polkowice var fjórum stigum undir í hálfleik en frábær þriðji leikhluti skóp sigurinn.
Lið Polkowice er enn taplaust með tíu stig eftir fimm leiki.