Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í Polkowice höfðu betur gegn Rybnik, 78:66, á útivelli í pólsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld.
Helena hafði frekar hægt um sig en hún skoraði 6 stig í leiknum en Polkowice hóf leikinn með látum og 20:7 yfir eftir fyrsta leikhlutann.