Grindvíkingurinn Petrúnella Skúladóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins í Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöllinni í dag. Petrúnella átti stórleik þegar Grindavík vann Keflavík 68:61.
Petrúnella skoraði 17 stig og tók 10 fráköst fyrir Grindavík sem lagði grunninn að sigrinum með því að ná góðu forskoti sitt hvoru megin við hálfleikinn.
Viðtal við Petrúnellu þegar sigurinn var í höfn má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.