Reif Pavel vöðva?

Pavel Ermolinskij, KR, gæti hafa meiðst illa í bikarúrslitaleiknum á …
Pavel Ermolinskij, KR, gæti hafa meiðst illa í bikarúrslitaleiknum á síðasta laugardag. mbl.is/Ómar Óskarsson

KR-ingar bíða nú milli vonar og ótta eftir frekari fréttum af ástandi Pavels Ermolinskij sem varð fyrir lærmeiðslum í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni á laugardaginn. Ekki liggur fyrir hvers eðlis meiðslin eru en Pavel óttast að vöðvinn geti verið rifinn.

„Ég verð eitthvað frá á næstunni. Ég á eftir að fara í myndatöku til að fá úr þessu skorið. Ef ég á að greina mig sjálfur þá er þetta eflaust eitthvað meira en tognun. Ég fann eitthvað gefa sig. Ég hef reynslu af meiðslum aftan í læri og hef bæði séð það svartara en einnig betra. Það mun taka mig einhvern tíma að jafna mig. Mig grunar að rifa sé í vöðvanum. Sé það tilfellið þá þarf að skoða hversu stór hún er og hvernig hún liggur. Það eru mín fyrstu viðbrögð en niðurstaðan á eftir að koma í ljós,“ sagði Pavel þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær. Pavel rann til á auglýsingu á leikvellinum þegar rúmar 4 mínútur voru eftir af úrslitaleiknum. „Ég rann til á þessum dúk sem var undir körfunni. Mér skilst að fleiri hafi lent í því og að þetta hafi verið eitthvert vandamál,“ útskýrði Pavel sem er alger lykilmaður í liði KR sem situr í toppsæti Dominos-deildarinnar.

Er hann með tvöfalda þrennu að meðaltali í fimmtán deildarleikjum í vetur ef horft er á tölfræðiþættina: 13,3 stig, 10,5 fráköst og 10,3 stoðsendingar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert