Lið Hattar frá Egilsstöðum tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik með því að leggja lið FSu að velli í hörkuleik í 1. deildinni. Liðið hefur átta stiga forskot á toppi deildarinnar en lið FSu var það eina sem hefði tölfræðilega getað náð þeim fyrir kvöldið.
Gestirnir í FSu byrjuðu leikinn mun betur og og liðsmenn FSu hreinlega völtuðu yfir þá í fyrsta leikhluta. Staðan var 9:9 þegar leikhlutinn var hálfnaður en staðan að honum loknum var 19:27.
Heimamenn rönkuðu hins vegar við sér í 2. leikhluta og minnkuðu forskotið í fjögur stig að honum loknum, staðan 42:46.
Í þriðja leikhluta hrundi hins vegar leikur FSu-manna og heimamenn í Hetti fór á kostum. Þeir skoruðu sjö fyrstu stigin í leikhlutanum og breyttu stöðinni í 49:46. Þeir fóru svo langleiðina upp í Dominos-deildina þegar þeir skoruðu 12 síðustu stigin í leiklutanum en staðan að honum loknum var 70:58.
FSu komst aldrei nálægt Hetti í 4. leikhluta og sætið í úrvalsdeildinni að ári tryggt hjá Hattarmönnum. Tobin Carberry fór á kostum í liði Hattar og skoraði náði einfaldri tvennu, hann skoraði 35 stig, tók 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar.
Viðar Örn Hafsteinsson átti einnig góðan leik fyrir Hattarmenn og skoraði 14 stig, tók sjö fráköst og gaf eina stoðsendingu. Hjá FSu var Collin Anthony Pryor langstigahæstur með einfalda tvennu en hann gerði 36 stig, tók 14 fráköst og gaf tvær stoðsendingar.
Liðin í 2.-5. sæti í 1. deild munu keppa um síðasta lausa sætið í efstu deild að ári en það verða lið Hamars 24, FSu 24, ÍA 22 og Vals 20. Næsta lið fyrir neðan Val er Breiðablik sem hefur 12 stig.
Hattarmenn voru að vonum kátir í leikslok:
Höttur í Dominos! Staðfest jibbikóla! #karfan_is #dominosdeildin
— Höttur (@HotturOfficial) March 6, 2015
Okkar menn að seiglast framúr í 3.leikhluta! 10 mín í dominos? #karfan_is #dominosdeildin #dominospizza pic.twitter.com/g4XiuIHm4m
— Höttur (@HotturOfficial) March 6, 2015
Tölfræði kvöldsins í 1. deild karla:
Þór Ak. - Valur 66:77
Síðuskóli, 1. deild karla, 06. mars 2015.
Gangur leiksins:: 2:6, 7:12, 12:16, 14:20, 19:27, 22:31, 32:36, 34:44, 36:46, 44:50, 48:53, 49:59, 52:67, 57:69, 61:71, 66:77.
Þór Ak.: Frisco Sandidge 21/12 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Arnór Jónsson 20, Tryggvi Snær Hlinason 11/8 fráköst/4 varin skot, Sturla Elvarsson 4, Vic Ian Damasin 4, Einar Ómar Eyjólfsson 3/16 fráköst, Daníel Andri Halldórsson 2, Jón Ágúst Eyjólfsson 1.
Fráköst: 34 í vörn, 11 í sókn.
Valur: Nathen Garth 25/7 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Kristján Leifur Sverrisson 13/9 fráköst, Leifur Steinn Árnason 10/9 fráköst, Sigurður Rúnar Sigurðsson 10/5 fráköst, Illugi Auðunsson 8/11 fráköst, Benedikt Blöndal 6, Kormákur Arthursson 5/4 fráköst.
Fráköst: 31 í vörn, 16 í sókn.
Dómarar: Sigurbaldur Frimannsson, Gunnar Thor Andresson.
Höttur - FSu 94:86
Egilsstaðir, 1. deild karla, 06. mars 2015.
Gangur leiksins:: 5:6, 9:9, 10:17, 16:27, 27:29, 33:37, 40:41, 42:46, 50:46, 52:53, 59:58, 70:58, 79:64, 80:71, 86:80, 94:86.
Höttur: Tobin Carberry 36/16 fráköst/5 stoðsendingar, Sigmar Hákonarson 16/4 fráköst, Vidar Orn Hafsteinsson 14/7 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 12/6 fráköst/3 varin skot, Ragnar Gerald Albertsson 6, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 4, Ásmundur Hrafn Magnússon 3, Nökkvi Jarl Óskarsson 3/5 fráköst.
Fráköst: 32 í vörn, 12 í sókn.
FSu: Collin Anthony Pryor 36/14 fráköst, Hlynur Hreinsson 14, Ari Gylfason 14/9 fráköst/5 stolnir, Erlendur Ágúst Stefánsson 13, Birkir Víðisson 5, Arnþór Tryggvason 2, Fraser Malcom 2.
Fráköst: 16 í vörn, 12 í sókn.
Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Halldor Geir Jensson.
Breiðablik - KFÍ 100:75
Kennaraháskólinn, 1. deild karla, 06. mars 2015.
Gangur leiksins:: 7:3, 14:10, 18:14, 22:20, 32:24, 36:26, 40:36, 49:42, 51:44, 57:48, 64:53, 68:55, 68:59, 77:64, 90:71, 100:75.
Breiðablik: Jerry Lewis Hollis 28/8 fráköst, Brynjar Karl Ævarsson 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Snorri Vignisson 13/8 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 12/5 fráköst/13 stoðsendingar, Sveinbjörn Jóhannesson 7/4 fráköst, Egill Vignisson 6, Hraunar Karl Guðmundsson 5, Ásgeir Nikulásson 5, Matthías Örn Karelsson 4, Halldór Halldórsson 4, Aron Brynjar Þórðarson 3.
Fráköst: 27 í vörn, 8 í sókn.
KFÍ: Nebojsa Knezevic 32/6 fráköst, Birgir Björn Pétursson 16/15 fráköst, Pance Ilievski 11/8 stoðsendingar, Gunnlaugur Gunnlaugsson 8/5 fráköst, Jóhann Jakob Friðriksson 6/4 fráköst, Florijan Jovanov 2.
Fráköst: 19 í vörn, 14 í sókn.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Þorkell Már Einarsson.