Lið Hattar komið í úrvalsdeildina

Leikmenn Hattar fagna sætinu í efstu deild að ári í …
Leikmenn Hattar fagna sætinu í efstu deild að ári í kvöld. Ljósmynd/Austurfrétt

Lið Hatt­ar frá Eg­ils­stöðum tryggði sér í kvöld sæti í úr­vals­deild karla í körfuknatt­leik með því að leggja lið FSu að velli í hörku­leik í 1. deild­inni. Liðið hef­ur átta stiga for­skot á toppi deild­ar­inn­ar en lið FSu var það eina sem hefði töl­fræðilega getað náð þeim fyr­ir kvöldið.

Gest­irn­ir í FSu byrjuðu leik­inn mun bet­ur og og liðsmenn FSu hrein­lega völtuðu yfir þá í fyrsta leik­hluta. Staðan var 9:9 þegar leik­hlut­inn var hálfnaður en staðan að hon­um lokn­um var 19:27.

Heima­menn rönkuðu hins veg­ar við sér í 2. leik­hluta og minnkuðu for­skotið í fjög­ur stig að hon­um lokn­um, staðan 42:46.

Í þriðja leik­hluta hrundi hins veg­ar leik­ur FSu-manna og heima­menn í Hetti fór á kost­um. Þeir skoruðu sjö fyrstu stig­in í leik­hlut­an­um og breyttu stöðinni í 49:46. Þeir fóru svo lang­leiðina upp í Dom­in­os-deild­ina þegar þeir skoruðu 12 síðustu stig­in í leiklut­an­um en staðan að hon­um lokn­um var 70:58.

FSu komst aldrei ná­lægt Hetti í 4. leik­hluta og sætið í úr­vals­deild­inni að ári tryggt hjá Hatt­ar­mönn­um.  Tobin Car­berry fór á kost­um í liði Hatt­ar og skoraði náði ein­faldri tvennu, hann skoraði 35 stig, tók 15 frá­köst og gaf sex stoðsend­ing­ar.

Viðar Örn Haf­steins­son átti einnig góðan leik fyr­ir Hatt­ar­menn og skoraði 14 stig, tók sjö frá­köst og gaf eina stoðsend­ingu. Hjá FSu var Coll­in Ant­hony Pryor lang­stiga­hæst­ur með ein­falda tvennu en hann gerði 36 stig, tók 14 frá­köst og gaf tvær stoðsend­ing­ar.

Liðin í 2.-5. sæti í 1. deild  munu  keppa um síðasta lausa sætið í efstu deild að ári en það verða lið Ham­ars 24, FSu 24, ÍA 22 og Vals 20. Næsta lið fyr­ir neðan Val er Breiðablik sem hef­ur 12 stig.

 Hatt­ar­menn voru að von­um kát­ir í leiks­lok:

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert