Spennan hreinlega kraumar fyrir oddaleik KR og Njarðvíkur sem fram fer í DHL-höllinni í Vesturbænum í kvöld, í undanúrslitum karla í körfuknattleik.
Um er að ræða fyrsta oddaleik KR-inga frá því að þeir unnu Keflavík í undanúrslitum árið 2011. Njarðvík sló Stjörnuna út með sigri í oddaleik í 8-liða úrslitunum í ár.
Ýmsir hafa tjáð sig um leikinn á Twitter og þeirra á meðal er Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkurljónanna, sem sendi sín skilaboð með meðfylgjandi mynd af ljónum og svarthvítum sebrahesti.
Þetta er dagurinn 🏀. #oddaleikur #UMFN #körfubolti pic.twitter.com/6qRWyOM6Mn
— Teitur Örlygsson (@teitur11) April 17, 2015
Teiti var svarað um hæl og hér að neðan má sjá nokkur af þeim tístum sem birst hafa á Twitter í aðdraganda leiksins, sem hefst kl. 19.15 og er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Þessir munu stíga sigurdansinn í kvöld. #oddaleikur #KR #Stórveldið pic.twitter.com/U5VviHXfdI
— Helga Einarsdóttir (@HelgaEinarsd) April 17, 2015
Fáum aftur effort frá öllum leikmönnum liðsins þá erum við á leið i úrslit #oddaleikur #krnjar #gogreen
— Birgir Snorri Snorra (@BSnorra) April 17, 2015
Spái upset í #oddaleikur með Loga funheitum og Bónóshow - KR-ingar verða pirraðir, hauslausir og í villuvandræðum
— Björgvin Ingi (@bjorgviningi) April 17, 2015
Er að spá í að fara bara upp í DHL núna... #oddaleikur #korfubolti
— Jón Björn Ólafsson (@JonBjornOlafs) April 17, 2015
Andsk£€%$, kemst ekki fyrr en í hálfleik. Verður eitthvað pláss eftir þá? #KRNJA #oddaleikur
— Helgi Hrafn Ólafsson (@helgihelgi) April 17, 2015
Þessi leikur í kvöld er svo easy money! #oddaleikur #körfubolti pic.twitter.com/apbjphk622
— Trausti Eiríksson (@TraustiEiriks) April 17, 2015
Ég er búin að vera stressuð síðan á miðvikudagskvöldið! #ViðrarVelTilLoftárása #korfubolti #oddaleikur #FyrirFánannOgUMFN @UMFNOfficial
— Helga Jónsdóttir (@helgajons) April 17, 2015
Ég horfi á #oddaleikur í símanum mínum í Herjólfi í kvöld. Væri ekkert til í að vera á vellinum og sjá þessa veislu live. Neinei.
— Lovísa Falsdóttir (@LovisaFals) April 17, 2015
Fyrsti #oddaleikur í Frostaskjólinu síðan 2011, var allt vitlaust síðast!
https://t.co/wke1dhYieO
— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) April 17, 2015