„Maður er í þessu til að spila“

Finnur Atli Magnússon ætlar í titilbaráttu með Haukum.
Finnur Atli Magnússon ætlar í titilbaráttu með Haukum. mbl.is/Ómar

Körfuknatt­leiksmaður­inn Finn­ur Atli Magnús­son skrifaði í dag und­ir eins árs samn­ing við Hauka en hann kem­ur til þeirra frá KR. „Þetta virðist vera rétt skref fyr­ir mig. Það er alltaf gam­an að vinna með KR og allt það en stund­um þarf maður að breyta til og þetta virðist vera rétti staður­inn fyr­ir mig,“ sagði Finn­ur í sam­tali við mbl.is eft­ir und­ir­skrift­ina.

Hann seg­ir að framund­an séu spenn­andi tím­ar í Hafnar­f­irði. „Þetta lið er ekki leng­ur bara ungt og efni­legt held­ur eru þetta orðnir öfl­ug­ir leik­menn. Ég held að Hauk­arn­ir séu til­bún­ir til að taka næsta skref og ef við fáum góðan Kana er allt hægt.“

Finn­ur seg­ir að auðvitað sé erfitt að yf­ir­gefa upp­eldis­klúbb­inn. „Það er erfitt að fara frá liðinu sem þú elst upp hjá, þannig er það nú bara. Stund­um þurfa leik­menn að prófa nýja hluti og það má segja að þetta sé taka tvö í þeim efn­um hjá mér.“ Finn­ur spilaði með Snæ­felli þar síðasta tíma­bil en gat lítið beitt sér vegna veik­inda.

Ég var með blóðleysi, járnskort. Fékk ein­hver göt á mag­ann og blóð lak út og allt í einu leið yfir mig á æf­ingu. Það er al­veg búið núna. Ég hef farið í þrjú test og það er allt í góðu, ég er full­ur af járni. Iron man eins og ég er kallaður!“

Finn­ur seg­ir að hann vilji spila meira en hann gerði á síðasta tíma­bili. „Maður er í þessu til að spila og þegar maður fær ekki að spila þá er það alltaf erfitt. En ég spilaði 20 mín­út­ur í leik á tíma­bil­inu, hefði verið til í meira en í hóp eins og var hjá KR er það erfitt. Síðan und­ir lok úr­slita­keppn­inn­ar var mitt hlut­verk eig­in­lega dottið út. Við unn­um og því var erfitt að vera fúll yfir því. En það er alltaf gam­an að spila nóg í góðu liði.“

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert