„Ég er pollrólegur“

Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson Eva Björk Ægisdóttir

Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta og íþróttamaður ársins, er afslappaður yfir stöðu mála, en hann er án félags sem stendur. Á dögunum varð ljóst að Jón verður ekki áfram í herbúðum spænska stórliðsins Unicaja Málaga en hann gerði árs samning við félagið síðasta haust.

„Þetta var ekki mín ákvörðun. Ég beið eftir því hvort ég myndi fá tilboð um nýjan samning frá þeim. Þjálfari liðsins barðist fyrir því í allt sumar að félagið myndi halda mér. Félagið ákvað hins vegar að fara í aðra átt. Þeir ætla að manna tvær stöður með leikmönnum sem eru uppaldir hjá félaginu en hafa verið á láni annars staðar. Þjálfarinn vildi vera með tólf sterka atvinnumenn í hópnum en félagið kaus að vera með tíu í þeim gæðaflokki og tvo uppalda leikmenn. Þjálfarinn sendi mér langan tölvupóst um daginn og útskýrði málið. Þetta er því allt í góðu,“ sagði Jón þegar Morgunblaðið spjallaði við hann í gær.

Sjá lengra spjall við Jón Arnór í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert