Magic skaut Njarðvík í 8-liða úrslitin

Njarðvíkingar eru komnir áfram í 8-liða úrslitin.
Njarðvíkingar eru komnir áfram í 8-liða úrslitin. mbl.is/Eva Björk

Njarðvík komst með dramatískum hætti upp úr A-riðli Lengjubikars karla í körfuknattleik og í 8-liða úrslitin. Liðið vann Snæfell í kvöld með einu stigi, 85:84.

Það var Maciej Baginski, eða Magic eins og hann er alltaf kallaður, sem skoraði sigurkörfuna andartaki fyrir leikslok, en hann skoraði alls heil 34 stig í leiknum. Njarðvík endaði þar með í 2. sæti A-riðils, tveimur stigum á undan Snæfelli, en Þór Þorlákshöfn vann riðilinn með fullt hús stiga. Í þessum sama riðli vann Hamar sigur á Ármanni í kvöld, 101:62, og var það eini sigur Hamars í keppninni.

Í B-riðli á Keflavík enn veika von um að komast áfram eftir ekki síður dramatískan sigur á Tindastóli, 89:88. Magnús Már Traustason skoraði sigurkörfuna af vítalínunni eftir að hafa náð sóknarfrákasti tveimur sekúndum fyrir leikslok. Keflavík tapaði hins vegar fyrir FSu fyrr í keppninni og þarf að treysta á að FSu tapi fyrir Breiðabliki á sunnudaginn. Annars fara Tindastóll og FSu áfram með bestan árangur í innbyrðis viðureignum liðanna þriggja (Tindastóls, FSu og Keflavíkur).

Í C-riðli vann Stjarnan sigur á Hetti, 90:84, og er í 2. sæti riðilsins á eftir Haukum. Höttur getur enn komist áfram með því að vinna Hauka á sunnudag með að minnsta kosti 4 stiga mun, en annars fer Stjarnan með Haukum í 8-liða úrslitin.

Í D-riðli er öruggt að Grindavík endar í 1. sæti og KR í 2. sæti.

Í 8-liða úrslitunum mætir sigurlið A-riðils liðinu í 2. sæti B-riðils, og sigurlið B-riðils mætir 2. sæti A-riðils. Með sams konar hætti mætast liðin úr C- og D-riðlum.

Tölfræði kvöldsins:

Njarðvík - Snæfell 85:84

Njarðvík, Fyrirtækjabikar karla, 25. september 2015.

Gangur leiksins:: 3:2, 10:6, 14:14, 26:23, 26:27, 30:34, 36:36, 42:42, 52:46, 58:51, 62:57, 66:59, 71:69, 76:75, 79:82, 85:84.

Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 34/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 19/4 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 10/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 8/6 fráköst, Hjalti Friðriksson 6/6 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 6 í sókn.

Snæfell: Sherrod Nigel Wright 37/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 21/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 11/5 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 9, Jóhann Kristófer Sævarsson 2, Stefán Karel Torfason 2, Viktor Marínó Alexandersson 2.

Fráköst: 19 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Jón Guðmundsson, Ísak Ernir Kristinsson, Gunnlaugur Briem.

Ármann - Hamar 62:101

Kennaraháskólinn, Fyrirtækjabikar karla, 25. september 2015.

Gangur leiksins:: 4:8, 4:14, 6:20, 20:25, 28:49, 31:53, 41:80, 45:87, 53:99, 62:101, 62:101, 62:101, 62:101, 62:101, 62:101, 62:101.

Ármann: Guðjón Hlynur Sigurðarson 13/4 fráköst, Gudni Sumarlidason 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Júlíus Þór Árnason 9, Magnús Ingi Hjálmarsson 8/6 fráköst, Dagur Hrafn Pálsson 6/5 fráköst, Guðni Páll Guðnason 4, Gísli Freyr Svavarsson 3, Þorsteinn Hjörleifsson 3, Elvar Steinn Traustason 3, Sindri Snær Rúnarsson 2.

Fráköst: 9 í vörn, 19 í sókn.

Hamar: Samuel Prescott Jr. 29/6 fráköst/5 varin skot, Oddur Ólafsson 21, Örn Sigurðarson 16/6 fráköst, Bjartmar Halldórsson 11, Stefán Halldórsson 7, Sigurður Orri Hafþórsson 7, Mikael Rúnar Kristjánsson 4, Ágúst Logi Valgeirsson 2, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 2/6 fráköst, Björn Ásgeir Ásgeirsson 2.

Fráköst: 20 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Gunnar Thor Andresson.

Keflavík - Tindastóll 89:88

TM höllin, Fyrirtækjabikar karla, 25. september 2015.

Gangur leiksins:: 7:10, 12:12, 16:18, 19:29, 24:31, 30:33, 35:38, 51:48, 51:50, 56:57, 64:64, 70:71, 72:78, 78:80, 84:84, 89:88.

Keflavík: Reggie Dupree 17/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 16/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 12/5 stoðsendingar, Ágúst Orrason 12, Valur Orri Valsson 10/4 fráköst, Magnús Már Traustason 8/5 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 5/6 fráköst, Andri Daníelsson 5, Ragnar Gerald Albertsson 4.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Tindastóll: Darren Townes 22/12 fráköst, Darrel Keith Lewis 21/7 fráköst, Darrell Flake 17/9 fráköst, Svavar Atli Birgisson 11, Pálmi Geir Jónsson 10, Helgi Rafn Viggósson 6/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 1/5 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Björgvin Rúnarsson, Jon Thor Eythorsson.

Skallagrímur - FSu 101:106

Borgarnes, Fyrirtækjabikar karla, 25. september 2015.

Gangur leiksins:: 6:4, 13:6, 20:14, 20:20, 24:27, 29:32, 40:39, 46:48, 48:52, 57:63, 64:68, 69:75, 72:86, 82:92, 86:96, 101:106.

Skallagrímur: Jean Rony Cadet 37/15 fráköst, Davíð Ásgeirsson 20, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/10 stoðsendingar/5 stolnir, Kristófer Gíslason 10, Atli Aðalsteinsson 9/7 stoðsendingar, Hjalti Ásberg Þorleifsson 5, Kristján Örn Ómarsson 4/5 fráköst/4 varin skot.

Fráköst: 20 í vörn, 7 í sókn.

FSu: Cristopher Caird 28/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 24/8 fráköst, Christopher Anderson 21/5 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 9, Hlynur Hreinsson 8/8 stoðsendingar, Bjarni Geir Gunnarsson 6, Maciej Klimaszewski 6, Arnþór Tryggvason 4.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Hákon Hjartarson, Sigurbaldur Frimannsson.

Stjarnan - Höttur 90:84

Ásgarður, Fyrirtækjabikar karla, 25. september 2015.

Gangur leiksins:: 7:12, 12:17, 22:19, 30:25, 35:28, 43:28, 46:31, 53:41, 57:43, 64:48, 70:56, 76:64, 81:72, 82:76, 86:82, 90:84.

Stjarnan: Al'onzo Coleman 25/11 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 23/4 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 9/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 9, Magnús Bjarki Guðmundsson 5, Sæmundur Valdimarsson 3/4 fráköst, Tómas Þórður Hilmarsson 2/5 fráköst, Daði Lár Jónsson 1.

Fráköst: 34 í vörn, 8 í sókn.

Höttur: Tobin Carberry 39/12 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 13, Helgi Björn Einarsson 7, Mirko Stefán Virijevic 4/11 fráköst, Sigmar Hákonarson 4, Ásmundur Hrafn Magnússon 2.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Tómas Tómasson, Þorkell Már Einarsson.

Áhorfendur: 78

Haukar - Fjölnir 77:70

Schenkerhöllin, Fyrirtækjabikar karla, 25. september 2015.

Gangur leiksins:: 2:7, 7:12, 12:18, 16:21, 18:23, 23:25, 35:28, 40:28, 47:35, 51:47, 58:51, 60:52, 62:54, 67:59, 69:66, 77:70.

Haukar: Haukur Óskarsson 19, Kári Jónsson 18/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/8 fráköst, Kristinn Marinósson 11/7 fráköst, Emil Barja 6/5 fráköst/7 stoðsendingar, Stephen Michael Madison 6/7 fráköst, Kristinn Jónasson 2, Ívar Barja 2.

Fráköst: 28 í vörn, 9 í sókn.

Fjölnir: Róbert Sigurðsson 18/6 stoðsendingar, Árni Elmar Hrafnsson 15/6 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 14/20 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 8, Sindri Már Kárason 4/6 fráköst, Bergþór Ægir Ríkharðsson 3, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 3, Alexander Þór Hafþórsson 2, Þorgeir Freyr Gíslason 2, Guðjón Ágúst Guðjónsson 1.

Fráköst: 31 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Halldor Geir Jensson, Georgia Olga Kristiansen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert