Eigandi vændishússins leysir frá skjóðunni

Khloé Kardashian og Lamar Odom áður en leiðir þeirra skildu.
Khloé Kardashian og Lamar Odom áður en leiðir þeirra skildu. mbl.is/Cover media

Dennis Hof, eigandi vændishússins Love Ranch, sem Lamar Odom dvaldi á áður en hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús greindi frá því að Odom hafi verið glaður og við góða heilsu þegar hann tékkaði sig inn laugardaginn 10. október.

Odom, sem er fyrrverandi leikmaður Los Angeles Lakers, var eitt sinn giftur raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian, en þau skildu árið 2013. Hann fannst meðvitundarlaus í herbergi sínu á vændishúsinu í gær og var fluttur á sjúkrahús í Las Vegas, þar sem hann liggur nú þungt haldinn. Að sögn lækna eru batahorfur ekki góðar, en líffæri Odoms eru farin að gefa sig.

Eigandi vændishússins, Hof, staðfesti í samtali við People að Odom hefði tékkað sig inn á laugardagskvöld og hefði þá virst við góða heilsu.

„Lamar hringdi í okkur og sagði að hann vildi heimsækja okkur, fá frí frá allri streitunni og skemmta sér svolítið. Hann skemmti sér vel, var glaður og hraustur.“

Hof bætti því þó við að á laugardaginn hafi Odom virst dapur, en hafi þó ekki sýnt  nein merki þess að vera líkamlega vanheill.

„Við vitum ekki hvers vegna hann var leiður, en hann hafði verið bæði verið við góða heilsu og í góðu skapi, hlæjandi og flissandi fram að því.“

„Við sögðum lögreglunni að hann hefði ekki tekið nein ólögleg lyf, hann tók náttúrulegt stinningarlyf, en maður veit aldrei með þessa fíkla. Þeir fela ýmislegt. Hann var bara að reyna að skemmta sér og komast burt frá allri athyglinni.“

Odom hefur átt í mikilli baráttu við áfengi og fíkniefni, en mikið hefur verið fjallað um fíkn hans í gegnum tíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert