Vinir Odoms: „Ekki gefast upp“

Lamar Odom liggur þungt haldinn á spítala eftir að hafa …
Lamar Odom liggur þungt haldinn á spítala eftir að hafa fundist rænulaus á vændishúsi. mbl.is/AFP

Daniel Artest, æskuvinur Lamar Odom, vonast eftir góðum fréttum af vini sínum, líkt og fram kemur í frétt USA Today. Daniel Artest kynntist Odom þegar hann var aðeins 6 ára, en hann er bróðir fyrrum liðsfélaga hans í Los Angeles Lakers, Ron Artest, betur þekktur sem Metta World Peace.

„Ég hef gengið um gólf og það eina sem ég hef hugsað er ekki gefast upp maður, ekki gefast upp.“

„Ég hef lesið fréttirnar og það sem birst hefur á netinu, líkt og hvernig hann fannst. Mér er alveg sama um allt það. Mér er alveg sama. Ég vil bara að þú komir heim. Ekki gefast upp. Komdu heim, við elskum þig.“

„Ég veit ekki hvað hefur gengið á undanfarin ár, en það er svo sárt að vita að hann er að ganga í gegnum þetta. Mér er sama hvað hann hefur gert, eða hverju fjölmiðlar halda fram [...] Ron er mér sem bróðir.“

Odom hefur ekki spilað körfubolta síðan 2013, þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis að hann myndi hugsanlega snúa aftur á völlinn. Hann er enn í miklu uppáhaldi hjá mörgum í NBA deildinni, sem margir hverjir flykktust á Twitter til að lýsa yfir stuðningi sínum.

Nokkrir leikmenn í LA Lakers, meðal annars Kobe Bryant, hafa einnig heimsótt Odom á spítalann þar sem hann liggur enn þungt haldinn. Læknar eru að sögn ekki bjartsýnir á framhaldið, en líffæri Odoms eru farin að gefa sig.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert