Bati Odom í líkingu kraftaverks

Lamar Odom var vinsæll á vellinum.
Lamar Odom var vinsæll á vellinum. AFP

Lamar Odom sem legið hefur milli heims og helju í vikutíma á sjúkrahúsi í Las Vegas er kominn kominn aftur heim til Los Angeles.

Odom fannst meðvit­und­ar­laus á vænd­is­húsi í Nevada á þriðju­dag­inn. Í blóði hans fannst kokteill eit­ur­lyfja og var hon­um vart hugað líf. Odom, sem er 35 ára gam­all fyrrum körfuboltakappi, vaknaði úr dái á föstu­dag. Nú er hann vak­andi og er ástand hans stöðugt.

Odom fær enn stífa meðhöndlun í Los Angeles en læknar hafa lýst bata hans hingað til sem kraftaverki og er hann jafnvel farinn að geta gengið nokkur skref. Khloe Kardashian, fyrrum eiginkona hans er við hlið hans ásamt föður hans og börnum. Kar­dashi­an hef­ur ekki vikið frá Odom, en parið er enn gift þrátt fyr­ir að hafa und­ir­ritað skilnaðarpapp­íra. Skýr­ing­in ku vera álag hjá hinu op­in­bera.

Odom hef­ur unnið tvo hringa á ferl­in­um en hann varð meist­ari með Los Ang­eles Lakers árin 2009 og 2010. Hann hef­ur þá einnig leikið með Dallas Mavericks, Los Ang­eles Clip­p­ers, Miami Heat og nú síðast spænska liðinu La­boral Kutxa.

Lamar Odom og Khloe Kardashian.
Lamar Odom og Khloe Kardashian. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert