Vaxandi í leiðtogahlutverkinu

Melissa Zornig t.h. í leik með Keflavík geng Val.
Melissa Zornig t.h. í leik með Keflavík geng Val. mbl.is/Árni Sæberg

Bandaríski bakvörðurinn Melissa Zornig hefur fallið vel inn í ungt lið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik á þessari leiktíð. Hún skoraði m.a. 30 stig þegar Keflavíkurliðið gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Snæfells, 75:67, í TM-höllinni í Keflavík á laugardaginn.

„Zornig er ekki reynslumikil. Hún lék í Þýskalandi í fyrra þaðan sem hún kom beint úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum,“ sagði Margrét Sturlaugsdóttir, þjálfari Keflavíkurliðsins. „Þegar við fórum að leita að erlendum leikmanni í sumar sem leið þá var markmið okkar að krækja í leikmann sem gæti verið leiðtogi í okkar unga liði. Markmiðið var ekki að fá leikmann sem tók öll skotin og hirti öll fráköstin heldur frekar leikmann sem hafði verið fyrirliði í háskólaboltanum og gæti verið leiðtogi okkar liðs inni á vellinum,“ segir Margrét og bæti við. 

Nánar er rætt við Margréti og fjallað um leikmann 11. umferðar Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert