Jón Arnór Stefánsson og félagar í Valencia unnu enn einn sigurinn í efstu deild spænska körfuboltans þegar þeir lögðu Iberostar Tenerife 86:82 í dag.
Jón Arnór skoraði níu stig og tók tvö fráköst á þeim 10:45 mínútum sem hann lék í leiknum.
Valencia er sem fyrr í toppsæti deildarinnar þar sem liðið hefur unnið alla sína leiki, 12 talsins. Sigurinn hjá Valencia var sá 22. í röð hjá félaginu, sem er met.
Real Madrid er í 2. sæti með 11 sigra og eitt tap líkt og Barcelona í 3. sætinu.