Sá besti skrúfar hitann í botn og spilar körfubolta

Michael Craion.
Michael Craion. mbl.is/Eggert

KR-ingurinn Michael Craion var valinn besti leikmaður fyrri hluta Dominos-deildar karla í körfuknattleik en valið var kunngjört í hádeginu í gær. Craion hefur leikið vel með Vesturbæjarstórveldinu sem situr í öðru sæti deildarinnar þegar hún er hálfnuð. Hann er með 22,7 stig að meðaltali í leik og 12,5 fráköst. Auk þess gefur Craion 3,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.

Sjálfur er Craion ágætlega sáttur með fyrri hluta mótsins. „Ég er þokkalega sáttur. Auðvitað viljum við vinna alla leiki en við höfum tapað tveimur leikjum. Ég held að við munum standa okkur betur í síðari hlutanum en við skulum bíða og sjá til með það,“ sagði Craion við Morgunblaðið eftir kjörið í gær.

Leikmannahópur Vesturbæinga er ógnarsterkur en þeir hafa sjaldan náð að stilla upp sínu sterkasta liði vegna meiðsla. Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij fylgdust með stórum hluta haustmánaða úr stúkunni. Þrátt fyrir það er KR í öðru sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og topplið Keflavíkur.

„Það var erfitt að eiga við þessi meiðsli en ég held að við höfum samt leikið nokkuð vel,“ sagði Craion.

Þegar hann var spurður um eigin frammistöðu kom smá hik á kappann. „Tja, ég veit að ég get gert betur og ætla að standa mig betur á síðari hluta tímabilsins og vera líkari sjálfum mér.“

Sjá viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert