Topplið Hauka í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik hefur fengið bandaríska leikmanninn Chelsie Schweers til liðs við en karfan.is greinir frá þessu.
Schweers var látinn fara frá nýliðum Stjörnunnar en á þeim tímapunkti var hún stigahæsti leikmaður deildarinnar.
„Við fengum tækifæri til að styrkja liðið okkar og ákváðum að gera það. Þetta gekk hratt fyrir sig. Chelsie hafði áhuga á að koma og við vissum að hún væri öflug keppnismanneskja og að því leiti passaði vel í okkar hóp.
Við erum topplið deildarinnar og náðum þeim árangri án erlends leikmanns og við erum stolt af því. Við trúum að við munum ná ennþá lengra með þessari viðbót og geta sett markið enn hærra þegar að spilamennsku liðsins kemur,“ segir Andri Þór Kristinsson í þjálfarateymi Hauka við karfan.is.