Daði Lár fetar í fótspor pabba í Keflavík

Daði Lár Jónsson með boltann í leik með Stjörnunni. Hann …
Daði Lár Jónsson með boltann í leik með Stjörnunni. Hann er genginn í raðir Keflvíkinga. mbl.is/Ómar

Topplið Keflavíkur í Dominos-deild karla í körfuknattleik styrkti lið sitt í dag en Daði Lár Jónsson gekk þá til liðs við Keflavík. Hann kemur þaðan frá Stjörnunni en þetta kemur fram á karfan.is.

Daði, sem verður tvítugur á árinu, fetar þar með í fótspor föður síns, Jóns Kr. Gíslasonar, en hann var lykilmaður í sigursælu liði Keflavíkur á árum áður.

„Auðvitað er það erfið ákvörðun að yfirgefa Stjörnuna enda hef ég alist þar upp. Ég hef bara góða hluti að segja um klúbbinn en ég tel mig vera á réttum stað núna og vonandi get ég gert gott lið Keflavíkur en betra,“ sagði Daði Lár við körfuna.

„Pabbi er í raun ástæðan fyrir því að ég fer til Keflavíkur. Ég vil spila hraðan Keflavíkurbolta. Pabbi er mitt átrúnaðargoð og ég tek vel í allan samanburð í þeim efnum. Vonandi fæ ég bara treyju númer 14,“ sagði Daði að lokum. 

Gamla liðið hans Daða, Stjarnan, styrkti sitt lið um helgina en Arnþór Freyr Guðmunds­son mun leika með liðinu út tímabilið. Hann kemur þangað frá Tindastóli.

Jón Kr. Gíslason (til hægri) og Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.
Jón Kr. Gíslason (til hægri) og Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert