Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, lék mjög vel með Trikala í dag þegar lið hans vann Koroivos, 85:74, í grísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik.
Hörður skoraði 7 stig fyrir Trikala og skoraði m.a. úr sínu eina 3ja stiga skoti, tók 7 fráköst og átti 4 stoðsendingar en hann lék mest allra í liðinu, eða í 33 mínútur. Þá fékk hann næstflesta framlagspunkta í liðinu.
Trikala er í sjötta sæti af fjórtán liðum í deildinni og náði með sigrinum Koroivos og tveimur öðrum liðum að stigum. Panathinaikos og Olympiacos eru í tveimur efstu sætunum.
Í Svíþjóð var Jakob Örn Sigurðarson næst stigahæstur hjá Borås sem tapaði á heimavelli gegn Södertälje, 73:90. Hann lék næstmest í liðinu, í rúma 31 mínútu.