Tveimur af þremur þjálfurum úrvalsdeildarliðs Hauka í körfuknattleik kvenna, Ingvari Guðjónssyni og Andra Þór Kristinssyni, var sagt upp störfum á miðvikudagskvöldið.
Rúmlega sólarhring síðar var Ingvar endurráðinn. Að þessu sinni sem aðalþjálfari liðsins og Henning Freyr Henningsson ráðinn Ingvari til halds og trausts.
Þessu til viðbótar ákváðu forráðamenn Hauka í gærkvöldi að segja upp bandarísku konunni Chelsie Alexa Schweers sem leikið hefur með liðinu frá ársbyrjun.
Sjá nánari umfjöllun um þessar hrókeringar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.