Njarðvík vann afar mikilvægan sigur á KR, 84:58, þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í körfuknattleik í Vesturbænum í kvöld en þessi lið slást um hvort þeirra mætir Skallagrími í úrslitunum um sæti í úrvalsdeildinni.
Njarðvík komst í 26:12 í fyrsta leikhluta og KR átti aldrei möguleika eftir það. Carmen Tyson-Thomas var allt í öllu hjá Njarðvíkingum en hún skoraði 40 stig og tók 17 fráköst.
Skallagrímur hefur þegar unnið 1. deildina með yfirburðum og er með 34 stig af 36 mögulegum. KR er í 2. sæti með 20 stig en á þrjá leiki eftir. Njarðvík er með 18 stig í 3. sætinu en á enn sex leiki eftir og því alla möguleika á að komast uppfyrir KR-inga og í úrslitaeinvígið við Borgnesinga.
Gangur leiksins: 3:10, 5:14, 7:24, 12:26, 14:31, 21:33, 26:39, 32:48, 36:53, 37:59, 41:61, 47:64, 49:69, 51:75, 54:84, 58:84.
KR: Kristbjörg Pálsdóttir 13, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 13, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/10 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 7/6 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 5, Ástrós Lena Ægisdóttir 4, Margrét Blöndal 3, Rannveig Ólafsdóttir 2.
Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 40/17 fráköst/6 stoðsendingar, Soffía Rún Skúladóttir 15/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 7/6 fráköst/6 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5, Svava Ósk Stefánsdóttir 5, Svanhvít Ósk Snorradóttir 4, Snjólaug Ösp Jónsdóttir 4, Svala Sigurðadóttir 2, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2.
Fráköst: 22 í vörn, 17 í sókn.