Haukar í úrslit á afmælisdaginn

Finnur Atli Magnússon kominn framhjá Myron Dempsey og býr sig …
Finnur Atli Magnússon kominn framhjá Myron Dempsey og býr sig undir að skora. mbl.is/Golli

Hauk­ar héldu upp á 85 ára af­mæli fé­lags­ins með því að kom­ast í úr­slit Dom­in­os-deild­ar karla í körfu­bolta í fyrsta sinn frá því að átta liða úr­slita­keppn­in var tek­in upp árið 1995. Spenn­an var raf­mögnuð á Sauðár­króki í kvöld.

Hauk­ar unnu ein­vígi sitt við Tindatól 3:1, með því að vinna fjórða leik liðanna í kvöld á Sauðár­króki, 70:68. Tinda­stóll fékk 23 sek­únd­ur í loka­sókn sína sem heppnaðist ekki sem skyldi, en endaði með þriggja stiga skoti Helga Freys Mar­geirs­son­ar í spjaldið og ofan í. Leiktím­inn rann hins veg­ar út nokkr­um sek­úndu­brot­um áður en bolt­inn fór úr hönd­um Helga, og dæmdu dóm­ar­ar leiks­ins körf­una því ekki gilda eft­ir að hafa skoðað at­vikið í sjón­varpi.

Leik­ur­inn var nokkuð kafla­skipt­ur. Hauk­ar virt­ust vera að stinga af í þriðja leik­hluta þegar þeir náðu 14 stiga for­skoti, en heima­menn keyrðu mun­inn strax niður í eitt stig, 56:55, þegar skammt var eft­ir af leik­hlut­an­um. Staðan fyr­ir loka­fjórðung­inn var 62:57, Hauk­um í vil. Hauk­ar skoruðu ekki stig fyrstu sex mín­út­ur loka­fjórðungs­ins og Stól­arn­ir komust í 66:62. Staðan var jöfn, 68:68, þegar loka­mín­út­an hófst og hún var það þar til að Kári Jóns­son setti niður tvö víta­skot 23 sek­únd­um fyr­ir leiks­lok. Það reynd­ust sig­urstig­in.

Hauk­ar unnu fyrsta leik liðanna 73:61 en Tinda­stóll svaraði með sigri í há­spennu­leik hér á Sauðár­króki, 69:68. Hauk­ar unnu svo aft­ur á heima­velli á laug­ar­dag, 89:81.

Fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is.

Tinda­stóll - Hauk­ar, 68:70
(21:19 - 39:41 - 57:62 - 68:70)

Leik lokið. (68:70) Leiktím­inn var út­runn­inn! Hauk­ar eru komn­ir í úr­slit!

40. (68:70) Helgi Freyr set­ur niður þrist, spjaldið og ofan í, en var leiktím­inn bú­inn?!? Hauk­ar fagna en dóm­ar­arn­ir ætla að skoða at­vikið.

40. (68:70) Kári set­ur niður bæði víti sín fyr­ir Hauka. Því­lík­ar taug­ar! 23 sek­únd­ur eft­ir og Tinda­stóll tek­ur leik­hlé.

39. (68:68) Helgi Rafn óð að körfu Hauka en bolt­inn rúllaði hring á körfu­hringn­um án þess að fara ofan í. Í staðinn jafnaði Finn­ur Atli met­in með fal­legu skoti á hinum enda vall­ar­ins.

36. (66:64) Bolt­inn hef­ur vissu­lega dansað á hringn­um en Hauk­ar höfðu ekki skorað stig í loka­fjórðungn­um fyrr en nú, að Emil Bar­ja setti niður bæði víta­skot sín. Mik­il­vægt!

34. (64:62) Ingvi Rafn jafnaði met­in með fal­leg­um þristi og Lew­is kom heima­mönn­um yfir í kjöl­farið.

32. (59:62) Demps­ey kveik­ir í kof­an­um með troðslu og vinn­ur svo frá­kastið í vörn­inni.

Leik­hluta 3 lokið. (57:62) Fimm stiga mun­ur fyr­ir loka­fjórðung­inn. Pét­ur Rún­ar sýndi hversu lít­inn áhuga hann hef­ur á að fara í frí og skoraði meðal ann­ars níu stig í þriðja leik­hluta. Þeir Demps­ey og Lew­is fá hins veg­ar ekki nægi­lega mikla aðstoð. Hjá Hauk­um dreif­ist álagið bet­ur á herðar manna.

29. (55:56) Sjald­an séð leik­mann fá svona góðan tíma til að taka skref út fyr­ir þriggja stiga lín­una og at­hafna sig, en Demps­ey nýtti sér það og minnkaði mun­inn í eitt stig!

27. (52:56) Pét­ur Rún­ar opn­ar vel fyr­ir Demps­ey sem set­ur niður þrist og minnk­ar mun­inn í sex stig. Pét­ur fær svo víta­skot í næstu sókn sem hann set­ur bæði.

25. (42:53) Demps­ey minnk­ar mun­inn af vítalín­unni en það þurfa fleiri en þeir Lew­is að láta til sín taka í Tinda­stólsliðinu. 

23. (39:51) Stól­arn­ir hafa enn ekki skorað í seinni hálfleik, þrátt fyr­ir ágæt færi til þess, og Hauk­ar eru allt í einu komn­ir 12 stig­um yfir! Finn­ur Atli setti niður körfu og Emil stal svo bolt­an­um strax, kom hon­um á Kára og hann gladdi stuðnings­menn­ina allsvaka­lega með þristi.

21. (39:44) Hauk­ur Óskars­son skor­ar fyrstu stig seinni hálfleiks. Kári var svo ná­lægt því að vinna bolt­ann fyr­ir Hauka og kastaði sér út fyr­ir völl­inn á rit­ara­borðið. Ekki þægi­legt, en hann jafn­ar sig fljótt.

21. Seinni hálfleik­ur haf­inn. Tinda­stóls­menn hafa 20 mín­út­ur til að koma í veg fyr­ir að sum­ar­fríið þeirra hefj­ist í kvöld.

Hálfleik­ur. Krist­inn Marinós­son er að fá „fjand­sam­legt“ kálf­anudd hjá sjúkraþjálf­ara Hauka hérna áður en seinni hálfleik­ur hefst. Fín inn­koma hjá hon­um af bekkn­um í fyrri hálfleik.

Hálfleik­ur! (39:41) Kári skoraði síðustu stig hálfleiks­ins af vítalín­unni og Hauk­ar leiða í hálfleik. Brandon Mobley er stiga­hæst­ur hjá Hauk­um með 13 stig og 6 frá­köst. Lew­is hef­ur skorað 14 fyr­ir Stól­ana og Demps­ey 11. Þetta virðist ætla að verða ná­kvæm­lega sá spennu­leik­ur sem von­ast var eft­ir. Krist­inn Marinós­son er einn kom­inn í þrjár vill­ur.

18. (37:37) Netteng­ing­in brást hérna í smá­stund. Biðst vel­v­irðing­ar á því. Á meðan komust Hauk­ar yfir í leikn­um en Svavar Atli var að jafna met­in með þristi.

Leik­hluta 1 lokið. (21:19) Tinda­stóll hef­ur haft frum­kvæðið all­an leik­inn, en Brandon Mobley, leikmaður Hauka, minnk­ar mun­inn með þriggja stiga körfu í þann mund sem flaut­an gell­ur. 

9. (21:13) Viðar keyr­ir að körf­unni og skor­ar, og Pét­ur Rún­ar ger­ir slíkt hið sama með mikl­um tilþrif­um eft­ir að hafa hirt frá­kast í vörn­inni.

8. (17:11) Finn­ur Atli að klikka á tveim­ur held­ur auðveld­um sniðskot­um í röð. Lew­is heit­ur, set­ur þrist.

6. (12:9) Lew­is var ósátt­ur við að fá ekki villu á Hauka í síðustu sókn en skoraði í þeirri næstu af harðfylgi og setti niður víti að auki. Hér eru menn að berj­ast um hvert frá­kast eins og allt sé und­ir, sem er auðvitað raun­in.

4. (9:9) Mobley jafn­ar met­in fyr­ir Hauka. Setti niður sniðskot og víti að auki.

2. (5:4) Lew­is kveik­ir í fólki með al­vöru troðslu.

2. (3:2) Kári skor­ar fyrstu stig leiks­ins en Pét­ur Rún­ar svar­ar með þristi.

1. Leik­ur haf­inn! Vel­komn­ir í Síkið, kyrja stuðnings­menn Tinda­stóls há­stöf­um. Þetta er byrjað! Hauk­ar unnu upp­kastið.

----------------------------

0. Þá er búið að kynna liðin til leiks með til­heyr­andi lát­um. Allt að verða klárt.

0. Stúk­an er full og hér er staðið hring­inn í kring­um völl­inn eins og vera ber á svona ög­ur­stundu. Stuðnings­sveit­ir liðanna láta vel í sér heyra en leik­menn rembast við að halda kúl­inu í upp­hit­un. Inn­an við tíu mín­út­ur í að leik­ur­inn hefj­ist.

0. Það er svaka­lega mikið und­ir hérna í kvöld. Auðvitað er alltaf hægt að horfa til næstu leiktíðar en það er núna, akkúrat núna í vor, sem bæði þessi lið sjá sér­stak­lega góðan mögu­leika á Íslands­meist­ara­titli, um það er ég viss um. „Gömlu“ karl­arn­ir í Tinda­stólsliðinu eru ekk­ert að yngj­ast, og Hauk­ar missa sinn besta mann, Kára Jóns­son, til Banda­ríkj­anna í sum­ar. Núna er tæki­færið!

0. Helena Sverr­is­dótt­ir er mætt í stúk­una til að styðja unn­usta sinn, Finn Atla, og aðra leik­menn Haukaliðsins, degi eft­ir að hafa farið með kvennaliði Hauka í úr­slit­in. Það yrði sann­ar­lega magnaður ár­ang­ur hjá Hauk­um ef bæði körfu­boltalið fé­lags­ins kæm­ust í úr­slit­in, sama vet­ur og bæði hand­boltalið fé­lags­ins urðu deild­ar­meist­ar­ar.

0. Stúk­an er al­veg að fyll­ast hérna í Sík­inu, hingað var fólk mætt til að taka frá sæti 70 mín­út­um fyr­ir leik, ljósa­sýn­ing­in er klár og al­veg bókað mál að stemn­ing­in verður rosa­leg.

0. Nú er klukku­tími í að leik­ur hefj­ist en Myron Demps­ey er bú­inn að vera einn úti á gólf­inu í um 20 mín­út­ur að mýkja skot­in sín. Það velt­ur auðvitað mikið á hon­um og þetta er fyrsti leik­ur­inn hér í Sík­inu síðan að hinn „Kan­inn“ í Tinda­stóls-liðinu, Ant­hony Gurley, kvaddi Krók­inn.

0. Þriðji leik­ur liðanna, nú á laug­ar­dag, var spenn­andi en staðan var jöfn, 72:72, þegar þrjár mín­út­ur lifðu leiks. Hauk­ar reynd­ust sterk­ari í lok­in og unnu 89:81. Brandon Mobley átti frá­bær­an leik fyr­ir Hauka en hann skoraði 23 stig og tók 13 frá­köst. Hinn tví­tugi Pét­ur Rún­ar Birg­is­son var sömu­leiðis frá­bær fyr­ir Stól­ana, skoraði 16 stig og tók 12 frá­köst.

0. Hjálm­ar Stef­áns­son er ekki með Hauk­um í kvöld eft­ir höfuðhöggið sem hann fékk frá Dar­rel Lew­is í síðasta leik, en hann fékk snert af heila­hrist­ing og var enn með smá­höfuðverk á æf­ingu Hauka í gær, sam­kvæmt frétt á vef­miðlin­um Karf­an.is. Það er skarð fyr­ir skildi hjá Hauk­um að hafa ekki Hjálm­ar, sér­stak­lega í varn­ar­leikn­um.

0. Gott kvöld kæru les­end­ur og verið vel­komn­ir í beina texta­lýs­ingu Mbl.is héðan frá Sauðár­króki þar sem framund­an er fjórða viður­eign Tinda­stóls og Hauka. Hauk­ar geta haldið upp á 85 ára af­mæli fé­lags­ins í dag með því að tryggja sér sæti í úr­slit­um, en Tinda­stóll þarf sig­ur til að knýja fram odda­leik sem fram færi í Hafnar­f­irði á föstu­dag­inn.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert