Stressið vonandi búið núna

Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka.
Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka. mbl.is/Golli

„Þetta er bara fyrsti leikurinn og stressið er vonandi búið núna. Við komum sterkir til leiks næst,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tapið gegn KR í kvöld, 91:61, í fyrsta leik úrslita Íslandsmóts karla í körfubolta.

Haukar voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 19:13, en töpuðu 2. leikhluta 30:11 og ógnuðu forskoti KR aldrei í seinni hálfleiknum.

„Sóknarleikurinn hjá okkur var slakur. Við misstum boltann og fengum hraðaupphlaup á okkur, og svo datt vörnin okkar alveg niður í seinni hálfleik. Við byrjuðum mjög sterkt í fyrri hálfleik en hættum svo að hitta, og urðum ragir við að keyra að körfunni. Við vorum bara ragir,“ sagði Ívar, sem tók undir að það væri vissulega áfall að hafa misst Kára Jónsson af velli um miðjan þriðja leikhluta.

„Já, já. Við vitum ekkert. Hann bara sneri sig og við verðum að sjá til. Það verður bara tekin á honum staðan,“ sagði Ívar.

Sjá einnigKári hugsanlega brotinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert