Morgunblaðið birtir Úrvalslið Íslands

Stuðningsmenn körfuboltalandsliðsins á EM í Berlín.
Stuðningsmenn körfuboltalandsliðsins á EM í Berlín. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Morgunblaðið birtir í dag Úrvalslið Íslands, bestu landslið sem Ísland gæti teflt fram í körfubolta óháð tíma samkvæmt álitsgjöfum blaðsins. Einnig verður staðið fyrir kjöri á Úrvalsliðum Íslands í handbolta og fótbolta á sama vettvangi. 

Úrvalslið karla og kvenna voru birt í Morgunblaðinu í morgun og þar má nálgast niðurstöðuna. Næst verða birt liðin í handboltanum og loks í fótboltanum en athygli verður vakin á því hér á mbl.is þegar þar að kemur. 

43 álitsgjafar sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á körfuboltanum greiddu atkvæði og einföld atkvæðagreiðsla réði því niðurstöðunni. Sami háttur verður einnig hafður á í hinum greinunum tveimur.

Eftir helgina mun lesendum mbl.is gefast kostur á því að velja sín eigin Úrvalslið þar sem hægt verður að velja á milli allra þeirra leikmanna sem atkvæði fengu hjá álitsgjöfum blaðsins. Sama verður uppi á teningnum eftir að Úrvalsliðin í handboltanum og fótboltanum verða kynnt. 

Undirsíðuna Úrvalslið Íslands verður að finna á íþróttavef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert