Magnús í Borgarnesið að nýju

Magnús Þór Gunnarsson í leik með Skallagrími árið 2015.
Magnús Þór Gunnarsson í leik með Skallagrími árið 2015. mbl.is/Ómar Óskarsson

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Magnús Þór Gunnarsson um að leika með liðinu á komandi tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skallagrími sem send var út í dag.

Magnús Þór er Skallagrímsliðinu ekki ókunnur enda lék hann með liðinu seinni hluta tímabilsins 2014 til 2015. Magnús Þór hefur lengstum leikið með uppeldisfélagi sínu Keflavík á ferli sínum, en auk þess leikið með Suðurnesjaliðunum Njarðvík og Grindavík.

Magnúsi Þór er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Skallagrím á skömmum tíma, en fyrr í vikunni söðlaði Darrell Flake um og gekk í raðir Skallagríms frá Tindastóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert