Miklu skemmtilegra að spila fyrir Ísland

Andrée Michelsson á ferðinni í leiknum við Skallagrím en Flenard …
Andrée Michelsson á ferðinni í leiknum við Skallagrím en Flenard Whitfield er til varnar. Ljósmynd/Sumarliði Ásgeirsson

Hinn 19 ára gamli Andrée Fares Michels­son vakti verðskuldaða at­hygli fyr­ir frammistöðu sína í síðasta leik Snæ­fells í Dom­in­os-deild­inni í körfu­bolta. Fátítt er að svo ung­ur leikmaður skori yfir 30 stig í leik en Andrée gerði 34 stig í besta leik Snæ­fells á tíma­bil­inu, gegn Skalla­grími síðasta fimmtu­dag, sem þó tapaðist að lok­um í fram­leng­ingu.

Þar til í sum­ar hafði Andrée búið alla sína tíð í Mal­mö í Svíþjóð. Hann hef­ur hins veg­ar sterka taug til Íslands, og ís­lenskt rík­is­fang, því móðir hans er ís­lensk; Hulda Georgs­dótt­ir. Faðir hans er frá Sýr­landi; Michel Kizawi. Sem hálf­ur Íslend­ing­ur átti Andrée mögu­leika á að spila fyr­ir Íslands hönd og valdi Ein­ar Árni Jó­hanns­son hann í U18-landslið Íslands árið 2014. Þá hafði Andrée reynd­ar þegar leikið fyr­ir hönd Svíþjóðar, en eft­ir að hafa kynnst strák­un­um í ís­lenska landsliðinu hef­ur hann ekki verið í vafa um að hann vilji klæðast blárri Ísland­s­treyj­unni í stað þeirr­ar gulu.

„Ég spilaði líka fyr­ir sænska landsliðið en þar var ekki sama stemn­ing og í ís­lenska landsliðinu. Það var mikið skemmti­legra að spila fyr­ir Ísland, því hér voru all­ir eins og eitt lið. Menn hlógu, borðuðu og skemmtu sér sam­an. Ég kann mjög vel við það,“ sagði Andrée, þegar Morg­un­blaðið sló á þráðinn til hans í vinn­una í veit­ingastaðnum Skúrn­um í Stykk­is­hólmi.

Ítar­legt viðtal við Andrée má sjá í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert