Ísland er dásamlegt

Óvenjuleg sjón. Darrel Keith Lewis tekur sér pásu á varamannabekknum.
Óvenjuleg sjón. Darrel Keith Lewis tekur sér pásu á varamannabekknum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ísland er annað heimili mitt. Mig hefði aldrei grunað að ég ætti eftir að tengjast þessu landi svona mikið,“ segir Darrel Lewis. Þessi fertugi Bandaríkjamaður, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir 12 árum, fór á kostum með Þór Akureyri í útisigri á Njarðvík í 9. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta og átti stórleik þegar Þórsarar slógu hans gamla lið, Tindastól, út í 16 liða úrslitum Malt-bikarsins á sunnudag.

Darrel lék með Grindavík árin 2002-2005 en hélt svo til meginlands Evrópu og lék meðal annars á Ítalíu og í Grikklandi. Hann kom aftur til Íslands árið 2012, til Keflavíkur, fór þaðan til Tindastóls sumarið 2014 og svo til Þórs í sumar. Taugin til Íslands er því orðin afar römm:

Vetrarmyrkrið var erfiðast

„Eftir átta ár hérna veit ég samt ekki enn allt um landið, en ég kann að ferðast hérna um. Þetta er dásamlegur staður. Mér reyndist erfiðast til að byrja með að venjast myrkrinu hérna á veturna, en þegar það tókst fór ég bara að meðtaka allt. Umhverfið hérna er ótrúlega fallegt, og ég var alltaf staðráðinn í að koma hingað aftur þegar ég fór árið 2005. Ég var ákveðinn í að hér myndi ferli mínum ljúka, því það var hérna sem ég varð sá leikmaður sem ég er,“ segir Darrel, sem kann ekki síður vel við sig norðan heiða en á Suðurnesjum.

Nánar er rætt við Darrel í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Darrel Keith Lewis
Darrel Keith Lewis mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert