Stefnir að hvíta kollinum fyrir utanför

Tryggvi Snær Hlinason ræir við Hlyn Bæringsson landsliðsfyrirliða í leik …
Tryggvi Snær Hlinason ræir við Hlyn Bæringsson landsliðsfyrirliða í leik Þórs og Stjörnunnar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tryggvi Snær Hlinason, miðherjinn efnilegi, segist ekki eiga von á öðru en að ljúka keppnistímabilinu með Þór á Akureyri í Dominos-deildinni í körfubolta. Atvinnumannalið hafa sýnt Tryggva áhuga og hefur honum verið boðið að fara utan strax í vetur. En hann reiknar þó með því að ljúka stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum í sumar áður en lengra er haldið.

„Ég á von á því að spila út tímabilið með Þór og klára skólann í vetur. Þá legg ég tilbúnari af stað út,“ segir Tryggvi sem lokið hefur iðnnámi í rafvirkjun og mun einnig taka stúdentsprófið eins og áður sagði.

Spænska félagið Valencia, sem leikur í efstu deild, hefur sýnt honum mikinn áhuga eins og Karfan.is greindi frá í sumar. „Það hefur aðeins verið ýtt á mig að koma út sem fyrst en mér sýnist að svo verði ekki. Af atvinnumannaliðum hefur Valencia sýnt mér mestan áhuga,“ segir Tryggvi.

Ekki er þar með öll sagan sögð því Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Tryggvi geti valið úr fjölda bandarískra háskóla sem vilja bjóða honum skólastyrk gegn því að spila með liðum í NCAA-háskólakörfuboltanum. Tryggvi neitar því ekki að áhuginn að vestan hefur verið mikill.

Sjá viðtalið við Tryggva í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert