Snæfell fallið úr efstu deild

Matthías Orri Sigurðarson skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld.
Matthías Orri Sigurðarson skoraði 27 stig fyrir ÍR í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÍR og Tinda­stóll fóru illa með and­stæðinga sína í Dom­in­os-deild karla í körfu­bolta í kvöld. Hauk­ar komu í heim­sókn til ÍR-inga í Breiðholt­inu en Selja­skóli hef­ur verið mikið vígi fyr­ir Breiðhylt­inga sem unnu ör­ugg­an 91:69 sig­ur. Tinda­stóll felldi Snæ­fell­inga svo með stór­sigri í Stykk­is­hólmi, 104:59.

ÍR-ing­ar voru betra liðið frá upp­hafi gegn Hauk­um og var aldrei spurn­ing hvoru meg­in sig­ur­inn myndi enda. Tinda­stóll átti síðan ekki í nokkr­um vand­ræðum með Snæ­fell sem var á botni deild­ar­inn­ar án stiga fyr­ir leik­inn í dag. 

Það hef­ur verið ljóst frá byrj­un leiktíðar að Snæ­fell á lítið er­indi í deild þerra bestu á þess­ari leikhíð og leik­menn liðsins hlakka þess ef­laust að fá að spila í 1. deild­inni á næstu leiktíð. 

ÍR - Hauk­ar 91:69
Snæ­fell - Tinda­stóll 59:104

End­ur­hlaða þarf síðuna svo lýs­ing­in hér að neðan upp­fær­ist. 

40. Leikj­un­um er lokið. ÍR og Tinda­stóll sýna styrk sinn og klára sína leiki ansi sann­fær­andi. 

30. Þriðja leik­hluta er lokið. Góður þriðji leik­hluti hjá ÍR og virðist Breiðholtið ætla að hald­ast sem vígi. Mun­ur­inn er allt í einu orðinn 16 stig. 

Tinda­stóll er síðan að valta yfir Snæ­fell­inga. 

20. Hálfleik­ur. Hauk­ar eru bún­ir að minnka mun­inn í fjög­ur stig í Breiðholt­inu. Hjám­ar Stef­áns­son er með 13 stig hjá Hauk­um og Matth­ías Orri Sig­urðar­son 11 fyr­ir ÍR. 

Tinda­stóll er svo að stinga botnlið Sæ­fells af og er mun­ur­inn kom­inn upp í 17 stig. Andrée Michaels­son er með tíu stig fyr­ir Snæ­fell og Ant­onio Hester 30 fyr­ir Tinda­stól. 

10. leik­hluta lokið. ÍR fer mjög vel af stað í Breiðholt­inu. Heima­völl­ur­inn hjá þeim virðist ætla að halda áfram að vera mikið vígi. 

Staðan er hins veg­ar jafn­ari í Stykki­hólmi en flest­ir bjugg­ust við og mun­ar ekki nema tveim stig­um á Snæ­fell­ing­um og Tinda­stól. 

1. Leik­irn­ir eru komn­ir af stað.

mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert