Sigurður sterkur í grannaslag

Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sigurður Gunnar Þorsteinsson landsliðsmaður í körfuknattleik lét mikið að sér kveða í grannaslag AEL og Larissa 1928 í grísku B-deildinni í dag.

Bæði liðin eru frá borginni Larissa og því mikið í húfi. Sigurður skoraði 18 stig í leiknum og var næststigahæstur hjá AEL sem vann leikinn 89:80. Sigurinn var kærkominn eftir fjóra ósigra í röð.

AEL er í 9. sæti af 16 liðum með 10 sigra í nítján umferðum en er samt aðeins einum sigurleik frá fimmta sætinu sem gefur rétt til umspils.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert