Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Grindvíkinga, staðfesti það að í leikplani hans hafi það verið að ráðast á öll þau fráköst sem í boði yrðu þegar liðið vann Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik í átta liða úrslitunum í kvöld.
Þessi sóknarfráköst Grindvíkinga fleyttu þeim ansi langt í þessari seríu gegn Þórsurum og það sérstaklega á heimavellinum. Jóhann sagði í slíkri seríu alla litlu hlutina skipta miklu máli og alla þá mola sem falla þurfi að nýta.