Valur lagði Breiðablik 87:86 eftir framlengdan leik í oddaleik liðanna um að keppa við Hamar um laust sæti í efstu deild karla í körfuknattleik að ári.
Valsmenn virtust með leikinn í hendi sér en Blikar gáfust ekki upp og jöfnuðu 79:79 á síðasta sekúndubroti venjulegs leiktíma. Spennan hélt áfram í framlengingunni en þar höfðu Valsmenn þó betur.
Valshöllin, 1. deild karla, 26. mars 2017.
Gangur leiksins:: 9:9, 18:11, 24:16, 29:22, 35:27, 38:31, 42:35, 47:37, 49:44, 54:51, 57:56, 62:58, 64:60, 66:60, 71:64, 79:79, 83:82, 87:86.
Valur: Urald King 23/19 fráköst/3 varin skot, Sigurður Dagur Sturluson 20/7 fráköst, Austin Magnus Bracey 14/5 fráköst, Benedikt Blöndal 13/5 fráköst/9 stoðsendingar, Illugi Auðunsson 8/7 fráköst/3 varin skot, Birgir Björn Pétursson 5/13 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 4.
Fráköst: 36 í vörn, 23 í sókn.
Breiðablik: Tyrone Wayne Garland 29/6 fráköst/5 stoðsendingar, Snorri Vignisson 15/9 fráköst, Egill Vignisson 13/11 fráköst/5 stoðsendingar, Leifur Steinn Arnason 12/9 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 11, Kjartan Atli Kjartansson 3, Atli Örn Gunnarsson 2, Birkir Víðisson 1.
Fráköst: 35 í vörn, 7 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson, Jóhannes Páll Friðriksson.
Áhorfendur: 800