Tvö Suðurlandslið í 1. deildina

Hrunamenn/Laugdælir hafa tryggt sér sæti í 1. deild 2017-2018.
Hrunamenn/Laugdælir hafa tryggt sér sæti í 1. deild 2017-2018. Ljósmynd/Hrunamenn-körfubolti á Facebook

Tvö lið af Suður­landi hafa tryggt sér keppn­is­rétt í 1. deild karla í körfuknatt­leik fyr­ir næsta keppn­is­tíma­bil en þau unnu undanúr­slita­leiki 2. deild­ar­inn­ar núna í vik­unni.

Gnúp­verj­ar sigruðu Leikni úr Reykja­vík ör­ugg­lega, 95:75, í undanúr­slita­leik í íþrótta­húsi Kenn­ara­há­skól­ans í fyrra­kvöld. Upp­gang­ur Gnúp­verja hef­ur verið hraður því þeir unnu 3. deild­ina á síðasta tíma­bili og eru því komn­ir upp um deild annað árið í röð.

Hruna­menn/​Laug­dæl­ir, sem unnu sautján af átján leikj­um sín­um í 2. deild­inni í vet­ur, unnu KV úr Reykja­vík einnig á sann­fær­andi hátt, 84:63, í hinum leikn­um sem fram fór á Flúðum í gær­kvöld.

Hruna­menn/​Laug­dæl­ir og Gnúp­verj­ar mun mæt­ast í úr­slita­leik um meist­ara­titil 2. deild­ar­inn­ar á Flúðum næsta fimmtu­dag, 6. apríl.

Þar með verða nokkr­ir ná­granna­slag­ir í 1. deild­inni á næsta tíma­bili en FSu frá Sel­fossi leik­ur í deild­inni, sem og Ham­ar í Hvera­gerði, en Ham­ars­menn eru reynd­ar að hefja ein­vígi við Vals­menn um úr­vals­deild­ar­sæti í kvöld.

Lið Gnúpverja sem vann 3. deildina í fyrra. Nú hefur …
Lið Gnúp­verja sem vann 3. deild­ina í fyrra. Nú hef­ur það tryggt sér 1. deild­ar­sæti. Ljós­mynd/​Gnúp­verj­ar - Face­book
mbl.is

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert

Körfubolti

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Haukar 18 15 3 1585:1387 198 30
2 Njarðvík 18 13 5 1470:1384 86 26
3 Þór Ak. 18 12 6 1595:1501 94 24
4 Keflavík 18 12 6 1560:1467 93 24
5 Valur 18 8 10 1317:1343 -26 16
12.03 Valur : Njarðvík
12.03 Haukar 97:73 Þór Ak.
05.03 Njarðvík 105:96 Keflavík
05.03 Valur 77:98 Haukar
02.03 Keflavík 96:105 Haukar
02.03 Þór Ak. 84:73 Valur
26.02 Njarðvík 93:80 Þór Ak.
26.02 Keflavík 73:77 Valur
26.03 19:15 Haukar : Njarðvík
26.03 19:15 Þór Ak. : Keflavík
urslit.net
Fleira áhugavert