Valsmenn knúðu fram oddaleik

Hamarsmaðurinn Rúnar Ingi Erlingsson og Valsarinn Birgir Björn Pétursson berjast …
Hamarsmaðurinn Rúnar Ingi Erlingsson og Valsarinn Birgir Björn Pétursson berjast um boltann í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson

Valur og Hamar mætast í oddaleik um sæti í efstu deild karla í körfubolta. Þetta varð ljóst eftir að Valur vann fjórða leik liðanna í úrslitaviðureigninni í 1. deildinni í Hveragerði í kvöld, 89:84, og er staðan í einvíginu því 2:2. 

Valsmenn unnu fyrsta leik einvígisins en Hamar svaraði með tveim sigrum í röð og hefði sætið í efstu deild getað orðið Hamarsmanna með sigri í kvöld, það gekk hins vegar ekki eftir. 

Urald King var óstöðvandi í liði Vals í kvöld, hann skoraði 36 stig og tók auk þess 19 fráköst. Christopher Woods skoraði 19 stig fyrir Hamar og tók 20 fráköst. 

Oddaleikurinn fer fram á miðvikudaginn kemur í Valshöllinni. 

Hamar - Valur 84:89

Hveragerði, 1. deild karla, 9. apríl 2017.

Gangur leiksins:: 6:6, 11:15, 13:17, 18:24, 28:28, 33:35, 45:39, 52:43, 56:51, 63:54, 65:62, 74:66, 75:73, 81:78, 83:86, 84:89.

Hamar : Christopher Woods 19/20 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 19, Örn Sigurðarson 18/5 fráköst, Hilmar Pétursson 12, Oddur Ólafsson 9/5 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Snorri Þorvaldsson 3.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Urald King 36/19 fráköst/3 varin skot, Oddur Birnir Pétursson 17/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 9/5 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 9/6 fráköst, Benedikt Blöndal 8, Birgir Björn Pétursson 5/7 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 3, Þorgeir Kristinn Blöndal 2.

Fráköst: 28 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson, Davíð Tómas Tómasson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert