KR mætir Grindavík í úrslitum

Keflvíkingurinn Magnús Már Traustason og KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson einbeittir.
Keflvíkingurinn Magnús Már Traustason og KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson einbeittir. Ljósmynd/Skúli Sigurðsson

KR tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta eftir 86:84 sigur á Keflavík í fjórða leik liðanna sem fram fór í Keflavík í kvöld. KR vinnur einvígið 3:1 og mætir Grindvíkingum í úrslitum.

Leikurinn var hnífjafn allt til loka og það var fyrir tilstilli ótrúlegrar körfu frá ótrúlegum leikmanni, Jóni Arnóri Stefánssyni sem að KR tóku sigur.  Á lokasekúndum leiksins reyndi Keflavík að jafna leikinn en Kristófer Acox spilaði frábæra vörn og varði skot Harðar Axels Vilhjálmssonar og þar með var leikurinn búin. 

Gangur leiksins: 4:8, 10:12, 18:16, 20:24, 26:27, 29:35, 35:38, 39:42, 44:45, 49:53, 56:58, 63:66, 67:70, 69:70, 74:78, 84:86.

Keflavík: Amin Khalil Stevens 39/19 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 22, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/6 fráköst/6 stoðsendingar, Reggie Dupree 6.

Fráköst: 17 í vörn, 14 í sókn.

KR: Jón Arnór Stefánsson 16/8 fráköst, Philip Alawoya 14/7 fráköst/4 varin skot, Sigurður Á. Þorvaldsson 14/4 fráköst, Darri Hilmarsson 13/5 fráköst, Kristófer Acox 10/5 fráköst/3 varin skot, Pavel Ermolinskij 9/5 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 8/5 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is

Keflavík 84:86 KR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert