Andrúmsloftið í úrslitunum minnir á háskólaárin

Lewis Clinch og Darri Hilmarsson eigast við í rimmu KR …
Lewis Clinch og Darri Hilmarsson eigast við í rimmu KR og Grindavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grindavík og KR mætast í fjórða úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í Grindavík og hefst klukkan 19:15. Staðan í rimmu liðanna er 2:1 fyrir KR en vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari.

Bandaríkjamaðurinn Lewis Clinch jr. hefur skorað rúmlega 21 stig að meðaltali fyrir Grindavík í úrslitunum og gerði 24 stig að meðaltali gegn Stjörnunni í undanúrslitum. Hann segist þrífast vel í leikjum sem þessum.

„Ég spila yfirleitt betur við kringumstæður sem þessar. Andrúmsloftið minnir mig á háskólaárin þegar maður spilaði oft fyrir framan 10-20 þúsund áhorfendur. Ég fæ mikið út úr þessu,“ sagði Clinch þegar Morgunblaðið spjallaði við hann en á háskólaárunum í Bandaríkjunum spilaði hann fyrir Georgia Tech sem er býsna stórt lið í NCAA. Með liðinu hafa spilað ekki ómerkari NBA-leikmenn en Mark Price, John Salley, Stephon Marbury, Kenny Anderson, Dennis Scott og Chris Bosh.

Hefur víða farið

Clinch verður þrítugur í sumar og hefur farið víða en hann hefur til að mynda spilað í Japan, Ísrael og Púertóríkó. Hann og Dagur Kár Jónsson fóru á kostum í bakvarðastöðunum þegar Grindavík sló Stjörnuna út 3:0 í undanúrslitum. Í úrslitarimmunni eru Darri Hilmarsson og Jón Arnór Stefánsson gjarnan að gæta þeirra Clinch og Dags. Darri og Jón eru kunnir fyrir góðan varnarleik og Clinch segir það vera áskorun fyrir sig sem hann tekst glaður á við.

Nánar er rætt við Clinch í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka