Íslendingar hafa stolið senunni

Íslenska stuðningsmannahafið í Helsinki.
Íslenska stuðningsmannahafið í Helsinki. mbl.is/Skúli B. Sigurðsson

Þrátt fyrir að íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hafi ekki unnið í fyrstu þremur leikjum sínum í riðli sínum á Evrópumótinu í Helsinki hafa íslenskir áhorfendur vakið mikla athygli.

„Háværu og orkumiklu stuðningsmenn Íslands hafa stolið senunni í Helsinki hingað til,“ segir í færslu Alþjóðakörfuknattleikssambandsins á Twitter, þar sem sambandið deilir jafnframt myndskeiði af íslensku áhorfendunum.

Þar er það að sjálfsögðu hið margfræga víkingaklapp sem vakti athyglina, en óhætt er að segja að það er alltaf jafn tignarlegt að sjá haf íslenskra stuðningsmanna í stúkunni að fylgja eftir landsliðum okkar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka