„Þetta er hellings álag“

Gunnar Einarsson, fyrrverandi landsliðsmaður, sér um styrktarþjálfun íslenska landsliðsins í kringum EM í körfubolta. Gunnar segir að allir séu heilir heilsu og geti beitt sér í síðustu tveimur leikjunum sem framundan eru í Helsinki á morgun og miðvikudag. 

„Mjög mikilvægt er að fá þessa hvíldardaga á milli í staðinn fyrir að vera í þessari keyrslu. Þetta eru margir leikir og erfiðir leikir,“ sagði Gunnar meðal annars þegar mbl.is spjallaði við hann í dag. 

Spurður út í Jón Arnór Stefánsson sem ekki gat spilað leik síðasta mánuðinn fyrir mótið þá segir Gunnar það ótrúlegt hversu snöggur Jón sé að komast í form eftir meiðsli en Jón Arnór var stigahæstur á vellinum í leik Íslands og Frakklands. 

Viðtalið við Gunnar í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Frá vinstri: Finnur Freyr Stefánsson, Kristófer Acox og Gunnar Einarsson.
Frá vinstri: Finnur Freyr Stefánsson, Kristófer Acox og Gunnar Einarsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka