Hinn nýi Dirk Nowitzki

Lauri Markkanen sækir að körfu Slóvena á EM.
Lauri Markkanen sækir að körfu Slóvena á EM. AFP

Frændur okkar Finnar hafa eignast nýja íþróttastjörnu. Sá heitir Lauri Markkanen og er aðeins tvítugur að aldri.

Markkanen hefur staðið undir þeim miklu væntingum sem til hans voru gerðar í aðdraganda EM í körfuknattleik í Finnlandi og raunar gott betur. Hefur hann verið aðalmaðurinn í tveimur sigrum Finna í spennuleikjum gegn Frökkum og Pólverjum en báða leikina þurfti að framlengja.

Þótt ferill þessa leikmanns séu til þess að gera nýhafinn þá eru fjölmargir stuðningsmenn Finna með nafnið Markkanen og númerið 23 aftan á landsliðstreyjunum. Hin glæsilega íshokkíhöll, Hartwall Arena, er svo gott sem full þegar Finnland spilar hér á EM en höllin tekur um 14 þúsund manns. Finnar eru á góðri leið með að komast upp úr A-riðlinum og stærstan þátt í því á Markkanen en frammistaða hans er undraverð ef miðað er við aldur og fyrri störf.

Veiti þessu ekki athygli

Í gær voru flennistórar myndir og fyrirsagnir í finnsku blöðunum varðandi þennan tvítuga leikmann. Markkanen er á allra vörum. „Ég veiti þessu ekki athygli. Ég veit hvað ég segi við fjölmiðlamenn og þarf því ekki að lesa það,“ sagði Markkanen á blaðamannafundi í gær sem Morgunblaðið sótti í Helsinki.

Markkanen gerðist ekki atvinnumaður í íþróttinni fyrr en í sumar þegar hann skrifaði undir tveggja ára samning við Chicago Bulls í NBA-deildinni. Hann lék síðasta vetur í NCAA háskólakörfuboltanum þar vestra og vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Arizona-skólanum. Svo mikla að hann gaf strax kost á sér í nýliðavali NBA í vor. Þar var hann valinn snemma, eða sjöundi, af Minnesota Timberwolves. Félagið samdi við Chicago Bulls um leikmannaskipti og fær til að mynda til sín Jimmy Butler sem verið hefur í stóru hlutverki hjá Chicago.

Sjá alla greinina um Markkanen í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka