Það var mögnuð stund í Hartwall-höllinni í Helsinki í kvöld þegar Ísland og Finnland mættust í lokaleik A-riðils á Evópumótinu í körfuknattleik en þar höfðu heimamenn að lokum betur eftir hörkuleik.
Íslenskir áhorfendur hafa sett mikinn svip á mótið í Finnlandi og stutt vel við bakið á liðinu og það var ekkert öðruvísi í kvöld. Nú bættust hins vegar við mörg þúsund finnskir stuðningsmenn sem gerði stemninguna alveg hreint rafmagnaða.
Á milli leikhluta tóku allir stuðningsmennirnir sig saman, 12 þúsund talsins í höllinni, og tóku hið víðfræga víkingaklapp í einum kór og var útkoman ansi skemmtileg eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.
🇮🇸@kkikarfa and 🇫🇮@BasketFinland's fans do a gigantic clap of 12'000 people! 🙌#EuroBasket2017 pic.twitter.com/F62aFfRg5v
— FIBA (@FIBA) September 6, 2017