„Ég hefði viljað taka þennan,“ sagði Haukur Helgi Pálsson við mbl.is eftir naumt tap 83:79 fyrir Finnlandi á EM í kvöld.
„Mér fannst við einhvern veginn alltaf vera með þá. Við förum inn í síðasta leikhlutann með sjö stiga forskot og þannig var það þangað til tæpar sex mínútur voru eftir. Þá kemur risadómur,“ sagði Haukur meðal annars en hann skoraði 11 stig í leiknum.
Haukur benti á að finnska sé líkara því íslenska en hin liðin í riðlinum hvað varðar hæð og kíló.
Viðtalið við Hauk í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði.