Slóvenar í undanúrslit

Anthony Randolph, Klemen Prepelic, Goran Dragic og Luka Doncic eru …
Anthony Randolph, Klemen Prepelic, Goran Dragic og Luka Doncic eru komnir í undanúrslit. AFP

Slóven­ar sem unnu riðil Íslands í Hels­inki eru komn­ir í undanúr­slit á EM í körfu­bolta í Tyrklandi.

Slóven­ía mætti Lett­landi í 8-liða úr­slit­um í kvöld en Lett­ar höfðu leikið virki­lega vel í mót­inu. Lett­land vann fjóra leiki af fimm í D-riðli og vann stór­sig­ur á Svart­fjalla­landi í 16-liða úr­slit­um.

Slóven­ía sigraði 101:97 og hafði frum­kvæðið lengst af en á loka­mín­út­un­um hljóp spenna í leik­inn eft­ir að Lett­land minnkaði mun­inn niður í eitt stig.

Stóru nöfn­in stóðu fyr­ir sínu hjá Slóven­um eins og fyrri dag­inn. Ungstirnið Luka Doncic skoraði 27 stig og Gor­an Dragic var með 26 stig. Kristaps Porz­ing­is skoraði 34 stig fyr­ir Lett­land.

Slóven­ía mæt­ir ríkj­andi Evr­ópu­meist­ur­um frá Spáni í undanúr­slit­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert