Kristrún aftur til Vals

Kristrún Sigurjónsdóttir og Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals.
Kristrún Sigurjónsdóttir og Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals.

Körfuknattleikskonan Kristrún Sigurjónsdóttir er gengin til liðs við Val á nýjan leik eftir að hafa spilað með Skallagrími undanfarin tvö ár þar sem hún vann 1. deildina með Borgnesingum og tók þátt í baráttu þeirra um Íslandsmeistaratitilinn síðasta vetur.

Kristrún, sem lék með Val frá 2012 til 2015, skoraði 8,5 stig, tók 3,7 fráköst og átti 1,8 stoðsendingu að meðaltali á þeim 22,7 mínútum sem hún spilaði á síðasta tímabili. Hún á 34 A landsleiki að baki fyrir Ísland. 

„Ég hlakka mjög mikið til að spila með þessum stelpum aftur. Liðið er með góða blöndu af stórum og litlum leikmönnum og metnaðarfullum þjálfara sem ég hlakka til að vinna með. Ein af ástæðunum fyrir að skipta um lið var sú að við fjölskyldan vorum að flytja úr Borgarnesi og aftur í bæinn. Við erum mjög þakklát fyrir þann tíma sem við áttum Borgarnesi," sagði Kristrún í tilkynningu sem Valsmenn sendu frá sér í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert