Kristófer Acox hefur slegið í gegn á Filippseyjum þar sem hann fór beint inn í afgerandi hlutverk hjá Star Hotshots. Með tilkomu Kristófers hefur liðinu tekist að tryggja sér sæti í undanúrslitum landskeppninnar.
Kristófer var stigahæstur þegar lið hans lagði Road Warriors að velli í gær 89:77 með 21 stig. Tók hann auk þess 12 fráköst.