Tveir úrvalsdeildarslagir í bikarnum

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í KR mæta Kormáki.
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í KR mæta Kormáki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú í hádeginu var dregið til 32-liða úrslitum í bikarkeppni karla í körfuknattleik, Maltbikarnum.

KR, sem á titil að verja sækir lið Kormáks heim á Hvammstanga en tveir úrvalsdeildarslagir verða í 32-liða úrslitunum. Annars vegar mætast Stjarnan og Haukar og hins Tindastóll og Þór Þorlákshöfn. Leikirnir fara fram 14.-16. október

Liðin sem mætast í 32. liða úrslitum: 

Stjarnan - Haukar

FSu - Grindavík

Hamar - ÍR

Njarðvík B - Skallagrímur

Sindri - Vestri

Haukar B - Þór Ak

Leiknir R - Njarðvík

Reynir S./Stjarnan B - Fjölnir

Kormákur - KR

ÍA - Höttur

ÍB - Valur

Álftanes - Snæfell

Vestri B - KR B

Gnúpverjar - Breiðablik

Ármann/ KV - Keflavík

Tindastóll - Þór Þ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert