Skallagrímur enn með fullt hús

Skallagrímur er á toppi 1. deildarinnar.
Skallagrímur er á toppi 1. deildarinnar. mbl.is/Golli

Skallagrímur hélt góðu gengi sínu í 1. deild karla í körfubolta áfram í kvöld. Borgnesingar fóru þá í heimsókn til Hveragerðis og lögðu Hamar, 100:88. Skallagrímur hefur því unnið alla þrjá leiki sína eftir að liðið féll úr deild þeirra bestu síðasta vetur. Zaccery Alen Carter skoraði 36 stig fyrir Skallagrím og Þorgeir Freyr Gíslason gerði 26 fyrir Hamar. 

Vestri hafði betur gegn Gnúpverjum á Ísafirði, 105:92. Nebojsa Knezevic átti stórleik fyrir Vestra og skoraði 35 stig fyrir Vesta og Everage Lee Richardson gerði enn betur fyrir Gnúpverja og skoraði 40 stig. Vestri hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum til þessa og en Gnúpverjar tapað báðum leikjum sínum. 

Í Grafarvogi voru það heimamenn í Fjölni sem unnu Snæfell, 91:80. Samuel Prescott Jr. var að spila sinn fyrsta leik fyrir Fjölni og hann hélt upp á áfangan með 35 stigum. Christian David Covile gerði 34 fyrir Snæfell. Fjönir hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum en Snæfell tapað tveimur af þremur. 

Vestri - Gnúpverjar 105:92

Ísafjörður, 1. deild karla, 13. október 2017.

Gangur leiksins:: 4:7, 14:8, 22:15, 30:24, 32:28, 38:36, 45:40, 54:44, 62:50, 63:54, 69:59, 79:68, 87:71, 92:76, 97:78, 105:92.

Vestri: Nebojsa Knezevic 35/8 fráköst, Nemanja Knezevic 21/22 fráköst/6 stoðsendingar, Adam Smari Olafsson 19, Björn Ásgeir Ásgeirsson 13/5 stoðsendingar, Nökkvi Harðarson 7, Gunnlaugur Gunnlaugsson 4, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 3, Ingimar Aron Baldursson 3/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 11 í sókn.

Gnúpverjar: Everage Lee Richardson 40/9 fráköst/7 stoðsendingar, Þórir Sigvaldason 14/5 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 8/4 fráköst, Svavar Geir Pálmarsson 5, Ægir Hreinn Bjarnason 5, Hörður Jóhannsson 4, Bjarki Rúnar Kristinsson 4, Hamid Dicko 4, Hákon Már Bjarnason 4, Garðar Pálmi Bjarnason 3/4 fráköst, Eyþór Ellertsson 1.

Fráköst: 17 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Georgia Olga Kristiansen.

Fjölnir - Snæfell 91:80

Dalhús, 1. deild karla, 13. október 2017.

Gangur leiksins:: 8:2, 15:4, 18:8, 20:14, 27:18, 31:23, 37:28, 43:34, 50:36, 53:38, 60:50, 68:60, 76:67, 82:73, 84:77, 91:80.

Fjölnir: Samuel Prescott Jr. 35/6 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 21/7 fráköst, Hlynur Logi Ingólfsson 10/6 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 7/4 fráköst, Daníel Freyr Friðriksson 7/7 stoðsendingar, Sigmar Jóhann Bjarnason 6, Davíð Alexander H. Magnússon 5.

Fráköst: 23 í vörn, 8 í sókn.

Snæfell: Christian David Covile 34/5 fráköst/5 stolnir, Viktor Marínó Alexandersson 17, Þorbergur Helgi Sæþórsson 10, Rúnar Þór Ragnarsson 6/5 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 6, Jón Páll Gunnarsson 4, Viktor Brimir Ásmundarson 3.

Fráköst: 14 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Þorkell Már Einarsson, Sigurbaldur Frimannsson.

Hamar - Skallagrímur 88:100

Hveragerði, 1. deild karla, 13. október 2017.

Gangur leiksins:: 4:7, 8:14, 15:14, 20:18, 25:20, 31:24, 33:31, 47:41, 51:51, 60:56, 70:60, 73:69, 76:84, 78:88, 80:94, 88:100.

Hamar: Þorgeir Freyr Gíslason 26/6 fráköst, Julian Nelson 24/7 fráköst, Larry Thomas 22/4 fráköst, Oddur Ólafsson 4/6 fráköst, Guðjón Ágúst Guðjónsson 4/6 fráköst, Ísak Sigurðarson 3, Smári Hrafnsson 3/6 fráköst/5 stoðsendingar, Arnór Ingi Ingvason 2.

Fráköst: 28 í vörn, 13 í sókn.

Skallagrímur: Zaccery Alen Carter 36, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 16/9 fráköst/6 stoðsendingar, Darrell Flake 15/9 fráköst, Atli Aðalsteinsson 13/7 fráköst, Kristófer Gíslason 9, Bjarni Guðmann Jónson 9/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert