Keflavík og Snæfell örugglega áfram

Keflavík og Snæfell eru komin í átta liða úrslit Maltbikars …
Keflavík og Snæfell eru komin í átta liða úrslit Maltbikars kvenna í körfubolta.

Keflavík, sem er ríkjandi bikarmeistari í körfubolta kvenna, og Snæfell komust áfram í átta liða úrslit Maltbikars kvenna í körfubolta með sannfærandi sigrum í leikjum sínum í 16 liða úrslitum keppninnar í dag.

Keflavík bar sigurorð af nágrönnum sínum, Grindavík, 93:46, í Mustad-höllinni í Grindavík. Brittany Dinkins var stigahæst í liði Keflavíkur með 14 stig, en Halla Emilía Garðarsdóttir var atkvæðamest hjá Grindavík með 12 stig. 

Snæfell bar sigur úr býtum gegn Þór Akureyri, 89:42, í Síðuskóla á Akureyri. Rebekka Rán Karlsdóttir skoraði mest fyrir Snæfell, en hún var með 24 stig. Heiða Hlín Björnsdóttir dró hins vegar vagninn í sóknarleik Þórs, en hún skoraði 17 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert